Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Qupperneq 60
58
Nú heflr háskólaráðið telcið málið upp af nýju og vandað svo vel
lil allrar rannsóknar, að það treystir sjer eigi til að gera það betur.
Höfum vjer safnað áreiðanlegum skýrslum um megin allra gjalda-
greina og verðlagt þær allar samkvæmt skýrslum Hagstofunnar, svo
langt sem þær skýrslur ná.
Verðlagið liöfum vjer talið fram fyrir árin 1914 og 1918, hvort árið
i sinu lagi, þar sem vjer förum fram á eitt af tvennu, annaðhvorl bæt-
ur á lögmæltum launum vorum, eða pá á lögmæltri dýrtíðaruppbót.
Vcrðlagið fyrir 1918 miðast þó eingöngu við 1. apríl 1918, nýjustu skýrslu
Iiagstofunnar. Er því ekkert lillit tekið í kostnaðarsluðlinum 1918 til
þeirrar verðhækkunar, sem vitanlega fer vaxandi meðan heimsstyrj-
öldin stendur.
Vjer höfum sundurliðað gjaldagreinirnar svo sem kostur var á og
vörðlagt hverja grein fyrir sig. Er hvorstveggja, bæði megins og verðs
hverrar greinar, getið í skýrslum vorum, sem eru tvær. Nefnum vjer
aðra: Áætlun um árseyðslu embæltismannsheimilis í Reykjavík 1914
og 1918 og er það aðalskýrslan, en hina: Áætluð matareyðsla á ári á
embættismannsheimili i Reykjavík eftir verðlagi 1914 og 1918, og fylgir
hún fyrnefndu skýrslunni sem fylgiskjal við 11. lið liennar.
Vjer höfum ekki tekið upp í aðalskýrsluna 2 gjaldagreinir, er þar
hefðu átt að standa. Lýtur önnur þeirra að endurgreiðslu undirbún-
ingskostnaðar embættismanns, sem mönnum nú kemur saman um að
eigi að endurgreiðast embættismanninum í embættislaunum hans, sbr.
meðal annars: Alit launanefndarinnar 1916, bls. 188. Mun mega gera
þann kostnað og atvinnutap á síðari námsárunum um 7000 kr. Geri
maður ráð fyrir 30 ára embættisaldri og C°/o til árlegrar endurgreiðslu
og vaxta, næmi sú upphæð 420 kr. á ári. Hin gjaldagreinin, sem standa
liefði átt i aðalskýrslunni, lýtur að endurgreiðslu þeirra lána, er lang-
Ilestir Reykjavíkurembættismenn munu hafa orðið að taka, vegna dýr-
tíðarinnar. Er örðugt að liltaka nokkra meðalupphæð þar, enda skal
því slept lijer, en sennilega nemur hún nokkrum þúsundum á lieimili
livert.
En þrátt fyrir þetta og það, að vjer liöfum viljað gæta mikillar spar-
semi og ráðdeildar, svo scm athugull lesari og kunnugur Reykjavíkur-
lííi mun geta sannfærst um, með því að bera skýrslurnar saman við
sitt heimilishald, þá hefir heimili það, er vjer miðum við, hjónin, 3
börn: 15, 10 og 7 ára og 1 vinnukona, brúkað 4355 kr. (4355 kr. 6 aur.)
árið 1914 og getur ekki komist af með minna 1918 en 8230 (8229 kr. 99
aura). Höfum vjer þó seinna árið eigi óvíða dregið úr magni gjalda-
greina, svo sem sjá má á aðalskýrslunni, t. d um 5. lið: eldivið, 14.
lið: ljósmeti og 20. lið: ýmislegt.
Að undanskyldum 4 prófessorum — af þeim hefir einn 3000 kr., tveir