Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Síða 6

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Síða 6
4 liðnu háskólaári. í hans sæti er kominn Ólafur prófessor Lárusson, og bjóðum vjer hann á þessum stað velkominn sem fastan kennara háskóla vors og óskum honum allra heilla og visindaframa. — Þá getur hugur vor ekki látið hjálíða að nema staðar við og minnast hinna stórfenglegu breytinga og byltingatíma, sem vjer lifum á. Viðburðir hafa gerst, og eru sífelt að gerast þessi árin, sem veraldarsagan mun telja hina mikilfenglegustu og skrá stóru letri í fræðibækur sinar. Veit enginn af oss enn til hvers þeir stórviðburðir muni leiða. Hugsa sumir sennilega likt um þá viðburði og Guðmundur skáld Guðmundsson lætur Gunnar á Hlíðarenda kveða i hauginum: »Hugurinn snýst um hefð og völd, hjakkað i sporin, hjakkað i drauga-sporin«. Aðrir aftur á móti vona, að viðburðir siðustu ára megi reynast fæðingarhríðir nýrri og hetri tíma. Og óhætt má full- yrða að fjöldi af þroskuðuslu og bestu mönnum þjóðanna vinnur að því, hver í sínu landi og í sínum verkahring, að svo megi verða í raun og veru, — að birta megi i heiminum aftur eftir hörmunganóttina löngu og heiminum í einhverju þoka fram á leið, en ekki verði bjakkað i sömu sporin, án framfara og þróunar. Viðburðir hafa líka gerst á síðastliðnu háskólaári, sem skráðir verða stóru letri í sögu lands vors, þar sem land vort er orðið fullvalda ríki og þjóð vor nú opinberlega af öllum viðurkend fimta sjálfstæða þjóðin á Norðurlöndum. í sambandi við þá viðburði hefir háskóli vor eignast stóran og merkilegan sjóð til þess að efla andlegt samband Islands við sambandsland vort, til stuðnings íslenskri vísindastarf- semi og til styrktar islenskum námsmönnum. Er stofnskrá fyrir þennan Sáttmálasjóð Háskóla íslands staðfest 29. júní þ. á. og gert ráð fyrir að sjóðurinn taki til starfa á þessu háskólaári. Hjrgg jeg að óhætt niuni að fullyrða, að sjóð- stofnun þessa megi telja stórviðburð í sögu. vors litla og

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.