Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Page 8
6
Og er ekki eíns og viðburðírnir komi til hvers einstaks
stúdents og segi sjerstaklega við hann: Fyrst þú ert svo vel
settur, að vera í tölu þeirra manna, sem'heíir hlotnast það
hlutskifti að stunda nám við æðstu mentastofnun lands vors,
ætlarðu þá ekki að stefna hált á námstíma þinum og gera
alt, sem í þínu valdi stendur, til þess að geta talist til úr-
valsmanna þeirra, sem hefja eiga land og þjóð til æðri
menningar, þroska og vellíðunar á komandi fullveldistíma?
Finst nokkrum ungum stúdent sjer framtíð lands vors
óviðkomandi? En er þá nokkur, sem ekki heyri til sín tal-
að: Þú ert maðurinn, sem á þínu svæði átt að lyfta undir
Grettistakið, sem ættland vort, Fjallkonan, er með aðstoð
sona sinna og dætra að koma fyrir á sínum slað.
Erfiðara virðist vist flestum að skilja raddir heimsviðburð-
anna. Þeir eru svo margvíslegir og sundurleitir, svo að segja
má að þeir tali ótal tungum. I3ó mun eitt vera sameiginlegt
ílestum þeim þjóðum nútimans, er vjer höfum hest kynni
af og þekkjum mest til. I’ær hafa verið og eru flestar
enn í aftaka ofviðri uppi á nokkurskonar Kaldadal, þar sem
haldið hefir verið og haldið er enn próf karlmensku þeirra.
Eftir langa hylinn hefir loks verið reynt að halda til bygða,
en á þeirri leið hefir hvert jelið skollið á eftir annað, og
enginn veit enn, hvenær hver þjóðin fyrir sig kemst niður i
bygð rósemi og friðar. Hafi þessi Kaldadalsganga þjóðanna
getað kent oss nokkuð, þá er það sá sannleikur, að vilið og
þekkingin sje ekki nóg, ef því sje ekki beilt til góðs og af
göfugum hvötum.
Þetta er sannleikur, sem á erindi til allra námsmanna
vorra, eldri og yngri, ekki sist til þeirra, sem ætla sjer að
verða forgöngumenn þjóðar vorrar i framtíðinni.
Slíkir menn þarfnast þekkingar, sem er djúpsæ og víð-
læk. Til þess eru þeir að klifa hinn hratta skólaveg, uns
þeir hafa lokið námi við æðstu mentastofnun lands vors,
og á þann hátt öðlast, auk þeirrar almennu þekkingar, sem
talin er nauðsynleg hverjum lærðum nútímamanni, sem víð-
tækasta þekkingu liver í sinni visindagrein.