Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Side 28
26
2. Hjelt áfram bæði misserin og lauk við að fara j'fir Body
and Mind, A History and a Defense of Animism, eftir
William Mc Dougall, 2 stundir á viku.
3. Fór síðara misserið með stúdentum yfir Die Psychologie
des Verbrechers, Iíriminalpsychologie eftir Paul Pollitz,
eina stund á viku.
Prófessor, dr. phil. Sigurður Nordal:
1. Forníslensk málfrœði, ein stund á viku fyrra misserið.
2. Æfingar l lestri íslenskra handrita, frá 12. til 14. öld.
1 stund á viku bæði misserin.
3. Fór yfir kafla úr Pjóðsögum Jóns Árnasonar, 2 stundir
á viku fyrra misserið.
4. Fór yfir kafla úr Landnámabók, með sjerstöku tilliti til
örnefna og sögustaða. Ein stund á viku síðara misserið.
5. Samtalstímar um Fornaldarsögnr Norðurlanda, 1 stund
á viku síðara misserið.
6. Fór í samtölum yfir lieimarilgerðir stúdenta og efni í
þær. Að samtöldu um 12 stundir.
7. Byrjaði að halda fyrirlestra fyrir almenning um sagna-
rilun Snorra Slurlusonar, álti að verða 1 stund á viku
síðara misserið, en fjellu niður sakir samkomubannsins.
Bjarni Jónsson frá Vogi, kennari í latínu og grísku:
1. Fór yfir höfuðatriði grískrar málfrœði með byrjendum
og 40 bls. í Austurför Iíyrosar, 5 stundir á viku.
2. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir gríska málfrœði með
eldri nemendum og 104 bls. í Auslurför Kyrosar og
Markúsar guðspjall, 5 stundir á viku.
3. Hjelt áfram byrfendakenslu í grískri iungu, fór yfir mál-
fræðina á ný og með yfirheyrslu yfir ca. 40 bls. af Aust-
urför Kyrosar.
Dr. phil. Alexander Jóhannesson:
1. Æfmgar i gotnesku, ein stund á viku bæði misserin.