Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Síða 39

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Síða 39
37 13. júní 1919, varði ritgerð sína, Jón Arason, til þess að hljóta fyrir hana doktorsnafnbót í heimspekilegum fræðum. Forseti deildarinnar hafði af deildinni verið skipaður ann- ar andmælandi ex officio, og stýrði því fyrverandi forseti, prófessor dr. Guðmundur Finnbogason, athöfninni í hans stað. Andmælendur ex officio voru þeir prófessorarnir dr. Jón J. Aðils og dr. Sigurður Nordal, en auk þeirra andmælti dócent Magnús Jónsson ex auditorio. Doktorsefni var gefinn timi til þess að svara eftir að hver andmælandi hafði lokið ræðu sinni. Vörnin var tekin gild og doktorsskjal afhent. IX. Aístaða liáskólans lit á viö. Háskólinn i Rostock sendi háskólanum boðsbrjef til 500 ára afmælisliátíðar sinnar 12. nóv. 1919. Rektor var falið að senda háskólanum heillaóskaskeyti og skýra brjeflega frá orsökum þess, að Háskóli Islands gat ekki þegið boðið. Þá var rektor einnig falið að svara boðsbrjefi frá háskólanum i Cluj i Rúmeníu, dags. 15. des., til stofnhátíðar þess háskóla. Studenterforeningen í Kaupmannahöfn hauð háskólanum að senda fulltrúa á aldarafmælishátið fjelagsins 15.—17. júlí 1920. Prófessor Sigurði Nordal var falið að mæta á hátíð þessari sem fulltrúi liáskólans. Auk þess var fjelaginu sent rúnakefli, er gert hafði Ríkarður Jónsson, en á keflið voru ristar tvær vísur með fornyrðislagi. Afhenti prófessor Sig- urður Nordal keflið með stuttri ræðu við hina opinberu móttökuathöfn 16. júlí. Dagana 22.—21. júlí var haldinn i Kaupmannahöfn fund- ur stúdentafulltrúa frá hlutlausum þjóðum, til þess að ræða

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.