Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Blaðsíða 49

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Blaðsíða 49
47 entaskiftum Sá alþingi sjer aðeins fært að veita kr. 1500.00 í þessu skyni, og er stúdentaráðið þakklátt fyrir þá viðui kenningu, sem styrk- veiting þessi felur í sjer. Var nú þegar farið að undirbúa stúdenta- skiftin á næsta sumri og áformað, að skiftast á stúdentum við Noreg eins og siðastliðið sumar, en auk þess við England og helst Frakk- land. Höfðu boðist hjer vistarverur fyrir stúdenta frá öllum þessum löndum. Eftir nokkur brjefaskifti við England var ákveðið að tveim enskum stúdentum skyldi veitt hjer viðtaka 2—3 mánuði, mót sams konar dvöl jafnmargra íslenskra stúdenta í Englandi. Höfðu þegar gefið sig fram hjer fleiri stúdentar en farið gátu. Á síðustu stundu forfölluðust ensku stúdentarnir, sem hingað ætluðu, svo að af skift- unum við England gat ekkert orðið í þetta sinn. En eins og nú stend- ur, má telja fullvíst að hjer um rædd skifti takist á næsta sumri. Frá Noregi kom í þetta sinn einn stúdent. Dvaldi hann að nokkru hjer í Reykjavik, en ferðaðist að öðru leyti um nærliggjandi austur- sýslur og upp i Borgarfjörð. Verður hann hjer í vetur og nemur is- lenska tungu og bókmentir (þó ekki á vegum stúdentaráðsins). Eng- inn ísl. stúdent fór í staöinn til Noregs í þetta sinn. Þess skal í þessu sarabandi getið að «Bondeungdomslaget» í Kristiania hefir ákveðið, að veita árlega 1000 kr. styrk tveim islenskum og færeyskum stúd- entum, sínum frá hvoru landi, sem taka vilja þátt í þessum skiftum. ’ t*ar sem nú enginn ísl. slúdent hafði notaö styrk þennan á síðastliðnu sumri, beindi stúdentaskiftanefndin þeirri fyrirspurn til «Bondeung- domslagetw, hvort styrkur þessi mundi fáanlegur í þetta sinn til vetrar- dvalar ísl. stúdents við háskólanám í Kiistiania. Fjekk nefndin svar við þessari fyrirspurn á þá leið, að slyrkurinn væri i tje látinn, auð- vitað með venjulegum skilmálum. Sigldi þá isl. stúdent, Sig. Thorlac- ius stud. mag., til Noregs í byrjun október. En er hann var kominn til Kaupmannahafnar veiktist hann snögglega og varð að snúa við. Styrkur þessi er því enn ónotaður. Pað hefir enn ekki tekist að komast í samband við neina þá stofn- un í Frakklandi, er verið gæti gygnaðili stúdentaráðsins hjer í þessu stúdentaskiftamáli. En vonlaust er þó ekki, að í vetur takist að hrinda málinu að einhverju leyli í framkvæmd, fyrir aðstoð og milligöngu ísl. stúdents, sem nú dvelur við nám í París. Við Pýskaland hefir, enn sem komið er, reynst ókleift að hefja regluleg stúdentaskifti. Einn isl. stúdent fór lil Pýskalands til sumar- dvalar. Var honum veittur 375.00 kr. ferðastyrkur af fyr um getnu styrktarfje. Afgangurinn af því geymist til næsta árs. Loks er þess getandi, að stofnaður hefir verið sjóður í New York til styrktar stúdentaskiftum milli íslands og Bandarikjanna, og er þess vænst, að þau stúdentaskifti geti hafist í náinni framtið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.