Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Blaðsíða 31

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Blaðsíða 31
29 VIII. Doktorskjör. Föstudaginn 12. janúar 1923 samþykti guðfræðisdeildin i einu hljóði að gera: vigslubiskup, sjera Valdimar Briem, R. af Fálkaorðunni og R. af Dbr., doctor theologiae honoris causa á 75 ára af- mæli hans, 1. febrúar 1923. Um meir en þriðjung aldar hefir þjóð vor átt kost á að lesa og læra hina ágætu sálma sjera Valdimars í sálmabók vorri og hefir sungið þá í kirkjum og heimahúsum við hvers konar guðræknisathafnir. Hafa sálmar þessir með hugs- anaauði sínum, innileik og fegurð náð miklum tökum á hugum fjölda manna meðal þjóðar vorrar, og munu þeir reynast dýrmætur arfur ókomnum kynslóðum. En auk sálm- anna i sálmabókinni hefir kirkja vor frá sjera Valdimar eign- ast hin miklu Ijóðasöfn út af heilagri ritningu og fjölda ann- ara sálma, er einnig munu varðveita nafn hins ágæta trúar- skálds. — Fyrir allan þennan dýra fjársjóð sálma og andlegra ljóða má kirkja vor og þjóð kunna miklar þakkir. Telur guðfræðisdeildin sjera Valdimar hafa unnið kirkju vorri ómet- anlegt gagn með trúarskáldskap sínum og vill minnast þess með þakklæti á 75 ára afmæli hans með því að sæma hann þeim hæsta heiðri, sem deildin ræður yfir. IX Söfn háskólans. Árið 1923 voru háskólanum veittar 5000 krónur til bóka- kaupa og var sú fjárhæð notuð að fullu. Eins og að undanförnu hafa og háskólauum borist ýmsar bókagjafir, einkum frá háskólunum á Norðurlöndum og frönsku stjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.