Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Síða 31

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Síða 31
29 VIII. Doktorskjör. Föstudaginn 12. janúar 1923 samþykti guðfræðisdeildin i einu hljóði að gera: vigslubiskup, sjera Valdimar Briem, R. af Fálkaorðunni og R. af Dbr., doctor theologiae honoris causa á 75 ára af- mæli hans, 1. febrúar 1923. Um meir en þriðjung aldar hefir þjóð vor átt kost á að lesa og læra hina ágætu sálma sjera Valdimars í sálmabók vorri og hefir sungið þá í kirkjum og heimahúsum við hvers konar guðræknisathafnir. Hafa sálmar þessir með hugs- anaauði sínum, innileik og fegurð náð miklum tökum á hugum fjölda manna meðal þjóðar vorrar, og munu þeir reynast dýrmætur arfur ókomnum kynslóðum. En auk sálm- anna i sálmabókinni hefir kirkja vor frá sjera Valdimar eign- ast hin miklu Ijóðasöfn út af heilagri ritningu og fjölda ann- ara sálma, er einnig munu varðveita nafn hins ágæta trúar- skálds. — Fyrir allan þennan dýra fjársjóð sálma og andlegra ljóða má kirkja vor og þjóð kunna miklar þakkir. Telur guðfræðisdeildin sjera Valdimar hafa unnið kirkju vorri ómet- anlegt gagn með trúarskáldskap sínum og vill minnast þess með þakklæti á 75 ára afmæli hans með því að sæma hann þeim hæsta heiðri, sem deildin ræður yfir. IX Söfn háskólans. Árið 1923 voru háskólanum veittar 5000 krónur til bóka- kaupa og var sú fjárhæð notuð að fullu. Eins og að undanförnu hafa og háskólauum borist ýmsar bókagjafir, einkum frá háskólunum á Norðurlöndum og frönsku stjórninni.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.