Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1923, Blaðsíða 6
4
III. Gerðir háskólaráðsins.
Kosning varaforseta og ritara. Á fundi 4. nóvember
1922 kaus háskólaráðið prófessor Einar Arnórsson varaforseta
sinn og prófessor, dr. phil. Pál Eggert Ólason ritara.
Tillögur um fjármál. Út af beiðni stjórnarráðsins um
tillögur háskólaráðsins um breytingar á fjárlögum, er nauð-
syn þælti, að gerðar væru á fjárveitingum til háskólans,
samþykti háskólaráðið þessar tillögur:
a) Við staflið b. 14. gr. B. I. fjárlaganna: Að gefnu tilefni
mælir háskólaráðið með því, að kennarinn í sögu og
málfræði islenskrar tungu beri að öllu leyti sama úr být-
um sem væri hann skipaður dócent frá 1. janúar 1920.
b) Við staflið c sömu greinar: Liðurinn orðist svo:
1. Námsstyrkur 24000 kr.
2. Húsaleigustyrkur 12000 kr.
Tölurnar i athugasemdinni breytist svo, að í stað 175 kr.
komi 300 kr. og í stað 560 kr. komi 900 kr.
c) Við staflið e sömu greinar var samþykt, eftir tillögum
læknadeildar, að fara fram á 500 kr. til umbúðakaupa
o. fl. við ókeypis lækning háskólans.
Styrkur til stúdentaráðsins. Samþykt var að veita
stúdentaráðinu 500 króna styrk, eins og árið áður, og taka
það fje af «öðrum gjöldum» háskólans.
Fullveldisdagurinn. Út af málaleitun stúdentaráðsins um
að háskólaráðið taki höndum saman við það um að gera
fullveldisdaginn að sjerstökum hátiðisdegi við háskólann, fól
háskólaráðið, sem ekki hafði á móti þessu, rektor að ræða
málið við stúdentaráðið.
Minningarsjóður prófessors Guðmundar Magnús-
sonar og konu hans Katrínar Skúladóttur. Á fundi