Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Síða 6

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Síða 6
4 háskólans fyrir sitt mikla starf við þessa ungu stofnun vora. í hans stað hefir verið settur fvrst um sinn cand. jur. Bjarni Benediktsson, og býð ég hann velkominn til starfa. I lækna- deild liefir sú breyting orðið, að Jón Hjaltalín Sigurðsson liefir verið skipaður prófessor i lvflæknisfræði samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi, en Níels Dungal prófessor i meina- fræði og gerlafræði samkvæmt lögum frá 1930, og óska ég þeim háðum allra lieilla með þenna frama. í sumar andað- ist fru Ivatrín Skúladóttir, ekkja Guðmundar heitins Magnús- sonar prófessors. Þau hjón hafa í arfleiðsluskrá sinni ánafn- að háskólanum fjárhæð til stofnunar legats, er nefnist legat Guðmundar Magnússonar og Katrínar Skúladóttur, og skal vöxtunum varið til vísindanáms ungra lækna, eins og nánar er fyrir mælt í arfleiðsluskránni, en áður liafði Guðnnmd- ur próf. Magnússon afhent háskólanum 50000 króna gjöf til þessa markmiðs. Þá vil ég geta þess, að á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um byggingu fyrir liáskóla íslands, en samkv. þeim lögum er landstjórninni heimilt á árunum 1934—40 að láta reisa hyggingu fyrir háskólann, ef fé er veitt til þess á fjárlögum. Að svo mæltu vil ég fara nokkrum orðum um íslenzka tungu. I ljóðmælum Eggerts Ólafssonar er kvæði, er nefnist Sótl og dauði íslenzkunnar, hinnar afgömlu móður vorrar, i 2 lcvæðum framsett. I fyrra kvæðinu, um sóttarferli og meðala- leit, kemst hann þannig að orði: íslenzkan hefir borið börn býsna mörg um aldur hvörn, við útlenzkum þar utan hjá átti hún líka króa smá, 'af skilgetnum eftir lifa ærið fá. Blendingur, sem vonlegt var, var þvílíkrar tímgunar, alslags siðu átti og mat, útlend sprok og takta hrat, en kerling hrum við harka þann ei hjarað gat.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.