Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Page 8

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Page 8
6 lenzkum skáldskap á niðurlægingartímum íslands. Það er eins og samhengi íslenzkra bókmennta hangi hér á bláþræði og sé að slitna i sundur. Islenzk tunga og íslenzk menning eru svo nátengd hvort öðru, að ekki verður greint á milli. ís- lenzk þjóðsál, er mótast liefir við eld og ís og þúsund ára baráttu, endurspeglast í hrynjandi málsins, í orðavali, i setn- ingaskipan, í beygingum og breytingum málsins. En svo er fyrir þakkandi, að á öllum tímum liafa verið uppi merkis- berar málsins, er hafa verndað hinn lieilaga arf fortíðarinn- ar, tungu vora, og auðgað hana að myndgnótt og hreimfeg- urð. Hver snjall rithöfundur, er þjóð vor hefir eignazt, liefir átt sinn þátt í að fága þenna gimstein vorn, sem endurspegl- ar íslenzka liugsun í ótal litum og flötum. É(g þarf ekki að minnast á liin sígildu rit fornaldarinnar. En þegar hnign- unin bjrrjar, rísa skáld og fræðimenn upp og syngja íslenzkri tungu lof. Eysteinn munkur, höfundur Lilju, kveður: Fyrri menn, er fræðin kunnu forn ok klók af heiðnum bókum, slungin mjúkt af sínum kóngum, sungu lof með danskri tungu, í þvílíku móðurmáli meir skyldumz ek en nökkur þeira hrærðan dikt með ástarorðum allsvaldanda kóngi at gjalda. Og enn kveður Eysteinn: Beiði ek þik, mær ok móðir, mínum at fyr umsjá þína renni mál af raddartólum réttferðugt í vísum sléttum. Þegar Jón Arason var kjörinn biskup, var honum brugðið um það, að hann kynni ekki latínu, og orti hann þá hina al- kunnu vísu sína: Latína er list mæt, lögsnar Böðvar, í lienni ég kann ekki par, Böðvar —

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.