Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Side 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Side 9
7 þætti mcr þó rétt þitt svar, Böðvar, ef míns væri móðurlands málfar, Böðvar. En hann var mikill unnandi íslenzkrar tungu og vildi wkja um trúmál á lireinu og ómenguðu máli, eins og hann segir í 45. erindi Pislargráts: því gjörða ek íslenzk orðin óglósuð í máli ljósu, að greiðara hugða eg gefast til náða góðviljuðum, það allir skilja. — Varla mun nokknr Islendingur liafa átt jafnmikinn þátt og Hallgrímur Pétursson með Passíusálmum sínum í vernd- un og viðlialdi tungunnar, ef litið er réttum augum á allar aðstæður og menning þeirrar aldar. 9. erindið í 35. passíu- sálmi lilýjar hverjum íslendingi enn um hjartarætur: Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess eg beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði, um landið hér til heiðurs þér helzt mun það hlessun valda, meðan þin náð lætur vort iáð lýði og byggðum halda. Þegar svo Fjölnismenn koma fram og verða hrautryðj- endur nýrrar menningar, leggja þeir aðaláherzlu á að vanda málið. í fyrsta árgangi Fjölnis 1835 áfellast þeir málið á rit- um Lærdómslistafélagsins, Ivvöldvökunum, Vinagleði og öðr- um þeim ritum, er þá voru mest lesin af þjóðinni. Fyrsta rit- gerðin hefst á hugleiðingum um islenzka tungu: „Eigi nokk- urt rit að vera fagurt, verður fyrst og fremst málið að vera svo hreint og óblandað og orðið getur, hæði að orðum og orðaskipan, og þar sem nýjar liugmyndir koma fram og þörf er á nýjum orðum, ríður á, að þau séu auðskilin og málinu

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.