Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Page 55

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Page 55
53 Stúdentaráðið hélt fjölda funda um málið með stúdentagarðsnefnd og rektor, sömuleiðis boðaði það til almenns fundar háskólastúdenta um máiið, og lagði hann óskorað samþykki á tillögur og gerðir ráðs- ins og nefndarinnar í málinu. — Akveðið var að reisa garðinn á hinni stóru lóð háskólans við suðurenda Tjarnarinnar. Er sá stað- ur hinn ákjósanlegasti. Útsýn er þar góð til allra hliða, umferð verð- ur þar lítil og vonandi verður háskólabyggingin hráðlega reist í ná- munda við garðinn, svo að stutt verður fyrir garðbúa að sækja skól- ann. I garðinum verða herbergi fyrir 40 stúdenta, lessalur, leikfimis- salur, húsrúm fyrir mötuneyti stúdenta, böð, geymslur o. s. frv. Teikningu hússins gerði Sigurður Guðmundsson húsameistari, og er húsið í alla staði hið myndarlegasta. Um það leyti að ráðið lét af störfum, var stúdentagarðurinn kominn undir þak. En þar sem mik- ið er eftir að vinna að smíði hússins, er ekki unnt að svo komnu að gefa skýrslu um fjárhagshlið málsins, en vænta má þess, að nákvæm skýrsla verði gefin um allan hag garðsins, þegar smíði hans er að fullu lokið. Lánssjóður stúdenta. í stjórn Lánssjóðs stúdenta áttu sæti prófessor Ólafur Lárusson, kosinn af háskólaráði, Björn E. Árnason, endurskoðandi, skipaður af rikisstjórninni og Gísli Brynjólfsson stud. theol., kosinn af stúdenta- ráði. 4. apríl sagði Gísli Brynjólfsson af sér störfum við Lánssjóðinn, og kaus þá ráðið Árna Tryggvason stud jur. til að taka sæti í stjórn sjóðsins. Lánssjóðurinn er orðinn svo öflugur, að hann veitir á hverju ári fjölda stúdenta ódýr lán með hagkvæmum greiðsluskilmálum. Er stúdentum að Lánssjóðnum hinn mesti styrkur, og má vænta þess, að sjóðurinn eflist svo að fé, að hann geti fullnægt lánsþörf stúdenta hér við háskólann. Stúdentaskipti. Stúdentaráðinu eru á ári hverju veittar kr. 750,00 af ríkisfé til slúdentaskipta. Að-þessu sinni var styrknum skipt þannig, að þrír nemendur guðfræðisdeildar fengu helminginn og fjórir nemendur heimspekisdeildar hinn helminginn. Guðfræðingarnir sigldu til Niðaróss á guðfræðingamót, er þar var haldið. Heimspekisdeildarnemarnir sigldu til Danmerkur til að taka þátt í móti norrænufræðinga, sem haldið var i Hindsgavl á Fjóni.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.