Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Page 58

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Page 58
56 Lög um stofnun happdrættis fyrir ísland. (nr. 44, 19. júní 1933). 1. gr. RáSuneytinu veitist heimild til að veita Háskóla íslands einka- leyfi til stofnunar íslenzks happdrættis með þeim skilyrðum, er nú skal greina: a) Hlutatalan má ekki fara fram úr 25000, er skiptist í 10 flokka á ári hverju, og skal dráttur fara fram fyrir einn flokk á mánuði hverjum, nema janúarmánuð og febrúarmánuð, dráttur fyrsta flokks í marzmánuði og tíunda flokks í desembermánuði. b) Iðgjald fyrir heilan hlut skal vera G0 kr. fyrir alla 10 flokka, en G kr. í hverjum flokki. Hlutina má selja bæði í heilu lagi og hálfu og ennfremur skipta þeim í fjórðuna, ef reynslan sýnir, að það sé hentugra. c) Vinningarnir skulu vera samtals 5000 og nema að minnsta kosti 70% af iðgjöldunum samantöldum í öllum 10 flokkum. d) Drættirnir fara opinberlega fram í Reykjavík, og skal happdrætt- inu stjórnað þaðan undir eftirliti nefndar, er ráðuneytið skipar til þess. Skulu i henni sitja 5 menn, og sluilu að minnsta kosti 2 nefndarmenn vera lögfræðingar. Nefndin leggur fullnaðarúrskurð á allan ágreining um lögmæti eða gildi dráttanna, hæði meðan dráttur fer fram og eftir að honum cr tokið, enda hefir hún eftir- lit með happdrættinu. Kostnaðinn af þessu her happdrættið. e) Einkaleyfið lil að reka happdrættið má veita til 10 ára, frá 1. jan. 1934 að telja, og skal ágóðanum varið til þess að reisa hús handa háskólanum, enda greiði leyfishafi í ríkissjóð 20% af nettóársarði í einkaleyfisgjald. 2. gr. Þegar nægilegs fjár hefir verið aflað til ])ess að reisa hús handa háskólanum, slcal ríkið taka happdrættið í sínar hendur og reka það á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum þessum. Hreinum ágóða af happdrættinu skal varið lil þess að mynda sjóð, sem nefnist byggingarsjóður íslands. Skal tekjum sjóðsins varið samkvæmt ályktun á fundi í sameinuðu þingi í livert skipti, til þess að reisa opinberar hyggingar, eftir þvi sem til vinnst og þörf krefur. 3. gr. Frá því er happdrættið tekur til starfa, er bannað að setja á stofn nokkurt annað peningahappdrætti hér á landi, svo og að verzla með

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.