Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 5
I. STJÓRN HÁSKÓLANS
Rektor háskólans var prófessor Jón Hj. Sigurðsson.
Varaforseti háskólaráðs var kosinn próf. Ásmundur Guð-
mundsson, en ritari próf. Níels Dungal.
Deildarforsetar vorn þessir:
Prófessor Ásmundur Guðmundsson í guðfræðisdeild,
Prófessor Níels Dungal í læknadeild,
Prófessor Ólafur Lárusson í laga- og liagfræðisdeild,
Prófessor dr. Ágúst H. Bjarnason í lieimspekisdeild.
Áttu þessir deildarforsetar sæti í háskólaráði undir for-
sæti rektors.
II. HÁSKÓLAHÁTÍÐ
Háskólahátíð var haldin í liátíðasalnum 1. vetrardag, 21.
október 1944, og hófst kl. 2. Voru þar viðstaddir ríkisforseti
og ýinsir gestir aðrir, er boðnir liöfðu verið til hátíðarinnar,
auk kennara og stndenta. Rektor stýrði athöfninni og flutti
ræðu þá, er hér fer á eftir:
Herra forseti, liáttvirtu gestir og stúdentar!
Á vegum Háskóla íslands býð ég ykkur alla hjartanlega
velkomna og þakka ykkur koinuna.
I þetta sinn bjóðum vér sérlega velkominn fyrsta forseta
lýðveldisins Islands, þökkum lionum áhuga hans á málum
háskólans, rækt þá, sem liann hefur sýnt stofnuninni, meðan
hann gegndi ríkisstjórastöðunni; óskum vér að allt starf
lians fyrir Island megi hlessast.