Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 48
46
Að kvöldi 18. nóvember 1943 kviknaði í húsinu nr. 18 við N-götu
í bænum X. Eldurinn varð brátt mikill, og átti slökkviliðið erfitt með
að vinna bug á honum, auk þess sem næsta hús við götuna — nr. 20
— var í mikilli hættu. Allmikill fjöldi fólks hafði safnazt á brunastað-
inn, og var því haldið í hæfilegri fjarlægð af lögreglunni.
Er nr. 18 var allmikið brunnið og nr. 20 tekið að sviðna, var
ákveðið, að fólk, sem safnazt hafði saman á svæðinu milli húsanna,
skyldi vikja burtu. Var þvi gefin fyrirskipun um það af lögreglunni,
og jafnframt borinn kaðall að fólkinu, til þess að þoka þvi burtu.
Fólkið fór dræmt undan, og atvikaðist þá svo, að nokkrir menn urðu
eftir inni á bannsvæðinu. í þessu kom A., sem bjó í húsinu nr. 20, að.
Ætlaði hann inn i húsið, en þar sem hann vissi ekki um bannið og
sá menn innan við kaðalinn, ætlaði hann að smeygja sér fram hjá.
Greip þá lögregluþjónn liarkalega í öxl lians og ýtti honum aftur á
bak með þeim afleiðingum, að A. féll við, en bar hönd svo óheppilega
fyrir sig, að hann fór úr liði um hægri öxl, auk þess sem föt hans
urðu blaut og óhrein. Sonur hans, B., tæplega 10 ára gamall, sem stóð
þar nærri, sá hvað gerðist og fannst harkalega farið að. Rauk hann
að lögregluþjóninum og sagði: „Hvers konar hulluaðferð er þetta?“
Hóf hann höndina jafnframt á loft. Brá þá lögregluþjónninn kylfu
sinni og sló B., þannig að hann féll við. Meiðsli lians voru þó ekki
meiri en talsvert mar um gagnaugað, er var jafngott orðið að 14 dög-
um liðnum.
Var nú ekki meira að gert, enda komu lögregluþjónar að og voru
þeir feðgar fluttir í sjúkrahús.
Hverjir eru hugsanlegir aðilar skaðabóta- og refsimála, er höfðuð
væru út af framangreindu? Hvaða dómstólar gætu fjallað um þau?
Hver yrðu rökstudd úrslit þeirra?
Skriflega prófið fór fram dagana 9., 10., 12. og 13. janúar.
Verkefni i skriflegu prófi í maí voru þessi:
I. I kröfu- og hlutarétti: Að hve mildu leyti má skuldari
nota kröfur sínar á liendur fyrri kröfuhafa til skulda-
jafnaðar?
II. í refsirétti: Skýrið 246. gr. almennra hegningarlaga, nr.
19 frá 1940.
III. I réttarfari: Iiverjar eru verkanir kyrrsetningar á fjár-
munum?
IV. Raunhæft verkefni:
A. kaupmaður á ísafirði og B. heildsali í Reykjavik höfðu um
nokkurra ára bil átt skipti saman, þannig að A. fékk vörur hjá B. eftir