Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Page 53
51
í þjóðhagfræði:
1. Rök með og móti tvímelmissláttu.
2. Kaupgjald og atvinnuleysi.
I tölfræði:
I. Sjúkrahús á íslandi 1928.
Nr. Tala rúma Tala sjúklinga alls á árinu i árslok Dánir Sjúkradagar
1) 60 1065 69 72 33323
2) 150 341 156 32 57027
3) 30 77 23 8 8421
4) 40 339 39 19 16345
5) 30 81 33 6 12252
G) 60 123 61 20 21005
7) 50 240 42 30 17484
8) 60 32 30 2 12024
9) 22 75 19 6 7489
10) 50 84 77 ft 27573
11) 40 357 43 33 19017
12) 20 81 16 7 7587
13) 30 234 19 7 6090
Samtals 642 3129 627 242 245637
Af þeim 13 sjúkrahúsum, sem taflan hér að framan er um, eru
berklahæli, 1 holdsveikraspítali og 1 geðveikrahæli. Hin eru almenn
sjúkrahús og sjúkraskýli, dreifð um allt landið. Landspítalinn var
þá ekki stofnaður.
Dálkurinn um tölu rúma segir, fyrir hve mörg sjúkrarúm sjúkra-
húsið var byggt. Tala sjúklinga alls á árinu eru allir sjúklingar, sem
hafa lagzt á sjúkrahúsið á árinu, og þeir, sem voru þar í ársbyrjun.
Þriðji dálkurinn segir, hve margir sjúklingar dvöldust í sjúkrahúsinu
hinn 31. des. 1928. Fjórði dálkurinn sýnir, hve margir hafa dáið á
árinu, og sá fimmti samanlagðan sjúkradagafjölda allra sjúklinga
þetta ár fyrir hvert sjúkrahús um sig.
Taflan er samin eftir skýrslum sjúkrahúsanna.
1) Skýrsla eins sjúkrahússins er röng. Hvaða númer hefur það sjúkra-
hús, og hvers vegna hlýtur skýrslan að vera röng?
2) Skýrslur 5 sjúkrahúsanna eru einkennilegar. Hverra og að hvaða
leyti, og hvað getur skýrt þær á eðlilegan hátt?
3) Hvernig getið þér fundið númer herklaliælanna, holdsveikra-
spitalans og geðveikrahælisins í töflunni hér að framan?