Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Page 93
91
Tilnefning fulltrúa i isl. menningarráð alþjóðaviðskipta. Fyrir
skömmu bárust ráðinu tilmæli um að tilnefna einn fulltrúa í Islenzkt
menningarráð alþjóðaviðskipta og annan til vara. Varð formaður
ráðsins fyrir valinu sem aðalmaður, en ritari til vara.
Minningargjöf. Stúdentaráð samþykkti á útfarardegi Jóns heitins
Jónssonar skálds frá Ljárskógum að gefa kr. 500.00 í sjóð, sem Breið-
firðingafélagið stofnaði til minningar um hinn látna.
Lánssjóður stúdenta. Fulltrúi stúdentaráðs í lánssjóðnum var þetta
ár Sigurður Áskelsson, stud. jur.
Upplýsingaskrifstofan. Hún starfaði eins og að undanförnu undir
stjórn Lúðvíks Guðmundssonar skólastjóra. Hafði hún allnáið sam-
hand við ráðið.
Fjárhagur ráðsins er nú með miklum ágætum. Hafa eignir þess
á árinu aukizt um nálægt helming. Ýmislegt fleira bar á góma í ráðinu,
en lit í það þykir ekki ástæða til að fara nánar hér.
Reykjavik, 2. nóv. 1945.
Guðmundiir Vignir Jósefsson.
Skýrsla um íþróttir stúdenta veturinn 1943—1944.
Fimleikar voru stundaðir í iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við
Lindargötu. Fastar kennslustundir voru 8 á viku. Stúdentar á 1. og
2. ári sóttu lakar tíma en að undanförnu.
Sund var æft í Sundhöll Reykjavíkur og voru kenndar 2 stundir
á viku.
Nokkrir áhugasamir stúdentar sóttu eins og að undanförnu auka-
tíma í handknattleik, í íþróttaleikfimi og sundi. íþróttakennsla hófst
í byrjun október og stóð til mai-loka.
Stúdentar tóku þátt í ýmsum keppnum fyrir háskólann, eins og
að undanförnu, og voru þessar helztar: Bringusundskeppni skólanna
(20 manna sveit), skriðsundskeppni skólanna (10 manna sveit),
handknattleikskeppni bindindisfélaga í skólum og ýmsum skíðamót-
um. Knattspyrnukeppni háskólans og menntaskólans féll niður.
Bcnedikt Jakobsson.
Skýrsla um íþróttir stúdenta veturinn 1944—1945.
íþróttakennsla fór fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við
Lindargötu eins og að undanförnu. Fastar kennslustundir voru 8 á
viku. íþróttaskyldir stúdentar stunduðu lítið íþróttir, orsökin til