Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 97
95
Einkimnir og stigagildi þeirra.
I II
4% 6%
4% 5%
4 5
3% 3%
3Vs 2Vs
3 1
2% -T-1%
2y3 -r-4%
2 h-7
1% ~12Vs
ÍVs h-17%
1 h-23
5. gr. — Við próf eru gerðar þessar kröfur um einkunnir:
I. Til þess að standast fyrra hlut^ próf verður stúdentinn að
hafa hlotið eigi minna en 5 stig að meðaltali í öllu prófinu, eigi minna
en 4 stig að meðaltali í hverjum prófflokki og eigi minna en 5 stig
að meðallali í námsgreinum 1., 2. og 3. prófflokks, sbr. 8. gr.
II. Til þess að standast síðara hluta próf verður stúdentinn að
hafa hlotið eigi minna en 5 stig að ineðaltali i öllu prófinu og eigi
minna en 4 stig að meðaltali í námsgreinaflokkum II og III (sjá 12. gr.).
Aðaleinkunn 5,00—5,99 telst 2. einkunn, 0,00—7,49 telst 1. einkunn,
og ágætiseinkunn 7,50 eða meira.
6. gr. — 1 fyrra hluta námsins segir stúdentinn sig til prófs í árs-
hlutum prófflokka eða heilum prófflokkum (sjá 8. gr.), enda hafi liann
þó lokið, eða Ijúki samtímis, prófi i fyrri árshlutum prófflokkanna. 1
fyrsta sinn skal hann þó ganga undir próf í greinum I. og II. próf-
flokks.
í síðara hluta námsins segir stúdent sig til prófs samkvæmt ákvæð-
um 11. gr.
Heimilt er að endurtaka fyrra og síðara hluta próf að nokkru eða
öllu leyti. Þó verður að endurtaka heilan prófflokk eða þá hluta
hans, sem eiga saman samkv. 8. gr. eða 12. gr. Við endurtekningu
prófa er eigi skylt að endurtaka verkleg viðfangsefni eða æfingar,
sem metnar eru til prófseinkunnar, eða verkleg viðfangsefni i sér-
grein.
Fyrra hluta prófi skal stúdent hafa lokið eigi síðar en 4 árum
eftir að hann er skráður í deildina og síðara hluta prófi eigi síðar
en 4Vi ári frá því hann lauk fyrra hluta prófi, nema sérstakar ástæð-
ur mæli með undanþógu að dómi deildarinnar.