Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Síða 101
99
II. Verldegar æfingar:
Misseri I
Teiknun, kortagerð
og æfingar i húsa-
gerð ............... 9
ESlisfr. æfingar .. .
Efnafr. æfingar .... 3
Stundir i viku
II III IV V VI Slundir alls
9 9 9 9 9 700
(3) 3 40
3 (3) (3) 75
Auk ofantalinna tíma er 5 vikna námskeiS, munnlegt og verklegt,
í landmælingu milli 2. og 3. kennsluárs.
Kennsla og námsefni í einstökum greinum er sem héf segir:
Stærfffræði. Um efnið skal yfirleitt fjallað á röklegan hátt, en þó
jafnframt lögð áherzla á sjónræna túlkun. Séu setningar eða reikn-
ingsforsagnir notaðar án undangenginnar sönnunar, skal geta þess
sérstaklega.
í fyrirlestrum skal rækilega rætt um yfirlitsatriði og hinar tor-
veldari og þýðingarmeiri sannanir og sannanaaðferðir. Um auð-
skildari og þýðingarminni atriði má vísa til kennsluhókanna. Kostað
skal kapps um, að nemendur nái leikni i að leysa dæmi.
Námsefni skal í aðalatriSum vera hið sama og í Lærebog í Mate-
matisk Analyse af Harald Bohr og Johannes Mollerup, anden om-
arbejdede Udgave ved A. F. Andersen og Richard Petersen, I—IV,
Iíaupmannahöfn 1938—1942. Sleppa má þó að einhverju eða öllu
leyti yfirferð efnis, sem kennt er um í öðrum námsgreinum til fyrra
hluta. Einnig má auka námsefni á sumum sviðuni, s. s. í vektorreikn-
ingi, í þarfir annarra námsgreina.
Vinnist ekki tími til rækilegrar yfirferðar á öllu efni IV. bindis,
skal leggja aðaláherzlu á tvo fyrstu kaflana.
Fjöldi kennslustunda um 470.
Aflfræffi. Statik: Skýring á forsendum um samsetningu og jafnvægi
krafta og söguleg þróun grundvallaratriða. MeSferS vektorkerfa.
Grafisk meðferð krafta i plani. Jafnvægi massapunkta og hluta með
notkun ofanvarps- og mómentsetninga og virtuellrar vinnu. Jafnvægi
og spennur stangarkerfis. Jafnvægi tauga.
Kinematik: Hraði og hraðaauki. IlraSasviS og flutningur fasts
hlutar. Stangarkerfi. Intertímóment.
Dynamik: Skýring á forsendum Newtons og söguleg þróun grund-
vallaratriða. ASdráttarafl og pótentíal. Harmóniskar sveiflur, ódemp-
aðar, dempaðar og þvingaSar. Massapunktur í plani og rúmi. Plánetu-
hrautir. Bundin hreyfing á kúrfu og fleti. Almennar setningar um
lireyfingu massapunktakerfis. Snúningur fasts hlutar um ás. ÁsviS-