Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 103
101
ingu einfaldra málmblandna og, er aðstæður leyfa, almennum efna-
fræðiæfingum, sérstaklega til þess að æfa mæliaðferðir, er hafa
tekniska þýðingu.
Fjöldi kennslustunda um 50.
Fjöldi æfingastunda um 75.
Jarðfræffi. Kennt er ágrip af almennri jarðfræði og enn fremur
ágrip af bergfræði og jarðfræði íslands. Sérstök áherzla er lögð á
þau atriði, sem hafa þýðingu fyrir byggingarverkfræðinga í starfi
þeirra, svo sem veðrun, áhrif vatns, íss og vinds á jarðmyndanir.
Fjöldi kennslustunda um 50.
Teiknun. Teiknikennslan miðar að því að gera stúdentana hæfa
til þess að leysa af hendi hvers konar verkfræðilega teiknun.
Kennd er notkun og meðferð helztu teikniáhalda, fríhendisteiknun
eftir sjónhendingu og mælingu, geómetrisk teiknun og teknisk skrift,
kortagerð og málun uppdrátta.
Nemendur eru æfðir í nákvæmni i vinnu, snyrtilegum frágangi
og hagkvæmum og fljótum vinnubrögðum.
Teiknivinnan skiptist þannig i aðalatriðum: Verk-
efni:
Teikniæfingar (tekniskar frumæfingar) .......................... 6
Teiknun vélahluta .............................................. 5
Geómetriskar teikningar (í samráði við kennara í rúmmyndafr.) 14
Æfingar fyrir kortagerð (sjá landmæling) ....................... 4
Húsagerð og samskeyti trégrinda (kennsla kennara í húsagerð) . . 7
Járnbent steypa og stálgrindur ................................. 4
Samtals 40
Enn fremur fríhendisteiknun um 2 st. vikulega í tvö misseri.
Fjöldi æfingastunda um 500.
Húsagerff. Kennd eru þau atriði um húsagerð og skipulag, sem sér-
staklega varða véla-, bygginga- og rafmagnsverkfræðinga, svo sem gerð
húsa, afstaða þeirra til umhverfisins, byggingarefni, mismunandi
gerðir þaka, samskeyti trégrinda, dyr, gluggar, skápar, tilhögun eld-
húss, snyrtiklefar og tilhögun ýmissa lagna (gas, rafmagn, vatn, hiti,
skólp). Enn fremur er kennt um birtu í herbergjum, um hitaeinangrun
og hljóðeinangrun og hljómburð.
Fjöldi kennslustunda um 25.
Enn fremur 7 verkleg viðfangsefni:
1.—4. Æfingateikningar.
5. Grunnmynd af húsi.
6. Dyr og gluggar.
7. Samskeyti á trégrindum.