Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Page 98

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Page 98
96 Árbók Háskóla íslands lenda háskóla. í því skyni var stofnuð Alþjóða- samskiptanefnd sem tók til starfa í október 1986. Starf nefndarinnar liefur verið margþætt: 1. Dagleg samskipti við erlenda háskóla, svara bréfum og öðrum erindum sem berast, taka á móti og greiða götu erlendra fræðimanna sem hingað koma og aðstoða nemendur og kennara Háskólans sem hyggjast dvelja við er- lenda háskóla og vísindastofnanir. 2. Samningar við erlenda háskóla. Nefnd- in hefur unnið að framkvæmd samninga Há- skólans við erlenda háskóla. Starfið felst einnig í því að halda uppi samskiptum við erlenda háskóla, sem þegar hefur verið samið við. Háskóli Islands hefur gert samning við all- marga erlenda háskóla. Samningar þessir, sem margir hverjir eru mjög ítarlegir, taka til sam- starfs um rannsóknir, kennara- og nemenda- skipti og framhaldsnám íslenskra stúdenta við erlenda háskóla. Sem dæmi má nefna þátttöku Háskóla Islands f samstarfi háskóla á norð- urslóðum (Samarbetskommissionen för Nord- kalottens universitet och högskolor). Að stofn- un nefndarinnar stóðu háskólarnir í Tromsö, Oulu, Umcá og Luleá, cn auk Háskóla íslands taka nú einnig þátt í þessu samstarfi liáskól- inn í Bodö, Lapplands háskóli í Rovanicmi og Verkfræðiháskólinn í Narvik. Árlega styrk- ir samstarfsnefndin rannsóknarsamvinnu fyrr- greindra háskóla. Sem dæmi um samninga við einstaka háskóla má nefna samningana við Minnesota- og lowaháskóla í Bandaríkjunum. Þessir háskólar hafa lagt fram umtalsverðar upphæðir til þess að styrkja íslenska nemend- ur, til kennaraskipta og til afmarkaðra rann- sóknaverkefna. Nefndin hefur einnig unnið að gerð nýrra samninga við erlenda háskóla. Nú er unnið að samningum milli Háskóla íslands og breskra háskóla með aðstoð breska sendihen- ans og British Council og hefur British Council í hyggju að veita sérstaka fjárupphæð til styrkt- ar slíku samstarfi. Þá er unnið að samningum við fleiri háskóla á Norðurlöndum, háskóla í Þýskalandi, Italíu, Frakklandi og Kanada svo dæmi séu tekin. 3. Samvinna um kennslu. Nefndin hefur unn- ið að því að kanna möguleika á því að semja við erlenda háskóla þannig að íslenskir nem- endur geti stundað hluta af námi sfnu erlendis. I þessu sambandi má nefna, að samið var við Háskólann í West Florida í tilraunaskyni um það að nemendur gætu lokið námi við skólann á tilteknum sviðum, en útskrifast með lokapróf frá Háskóla Islands. I slíkum tilfellum greiða nemendur engin kennslugjöld önnur en innrit- unargjöld við Háskóla Islands. I samstarfi eins og þessu er um mikia möguleika að ræða. Með því að sækja kennslu að hluta til erlendra skóla, Háskóla Islands að kostnaðarlausu, og án þess að kostnaður nemenda aukist verulega, er hægt að gera námið hér fjölbreytilegra og gefa kost á sérhæfingu nemenda á fleiri sviðum en Há- skólinn getur veitt. Hér má geta þess að Al- þjóðasamskiptanefnd beitti sér fyrir því að Há- skóli íslands sótti um aðild að alþjóðlegum stúdentaskiptasamtökum — ISEP (The Inter- national Student Exchange Program). ISEP er alþjóðlegt samstarf um nemenda- skipti, sem komið var á laggimar í Bandarfkj- unum árið 1979, í því skyni að koma á nem- endaskiptum milli bandarískra háskóla annars vegarog háskóia utan Bandaríkjanna hins veg- ar. í dag nær þetta samskiptanet til u.þ.b. 130 háskóla víðsvegar um heim en þar af eru rúm- lega 70 í Bandaríkjunum. Skiptin byggjast á þeirri meginreglu að jafn- margir einstaklingar fari utan frá hverjum há- skóla og þeir sem komi lil dvalar, og er þeirri stefnu fylgt að skólakostnaður sé að mestu greiddur lil heimastofnunar. Þannig væri lil að mynda bandarískum nemanda sem ætlaði til ársdvalar við Háskóla Islands gert að greiða til síns heimaskóla í Bandaríkjunum þann kostn- að sem fælist í skólagjöldum, húsnæði og fæði, ef nám væri stundað þar á umræddu tímabili. Því fé væri síðan varið til að standa straum af skólakostnaði, fæði og húsnæði íslensks nem- anda sem í staðinn færi utan til dvalar við við- komandi háskóla í Bandaríkjunum. 4. Dvalarstyrkir erlendis. Nefndin hefur unn- ið að því að kynna styrki til rannsókna og náms- dvalar, þannig að þeir kostir sem í boði eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.