Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 31
Ingibjörg gaf 1,75 m.kr. og Sigurður Helgason. prófessor við MIT í Bandaríkjunum,
gaf 1 m.kr.
Ástráður Eysteinsson hlaut alþjóðleg verðlaun Modernist
Studies Association
Astráður Eysteinsson. prófessor og forseti Hugvísindasviðs, hlaut um haustið
alþjóðleg verðlaun Modernist Studies Association sem eru ein virtustu samtök á
sviði bókmenntafræði á Vesturlöndum. Verðlaunin hlaut Ástráður fyrir verkið
Modernism sem kom út árið 2007 og var valið úr 60 bókmenntafræðiverkum sem
tilnefnd voru.
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sæmd
heiðursdoktorsnafnbót
júní var dr. Donna E. Shalala sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla (slands.
Shalala er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og núverandi rektor
University of Miami í Flórída. Við þetta tækifæri flutti hún fyrirlestur undir heitinu
..The American Presidency."
Þakkargjöf til Vigdísar Finnbogadóttur
I júní var frú Vigdísi Finnbogadóttur. fyrrverandi forseta (slands, og Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla íslands (SVF) færð
þakkargjöf frá íslenskum konum. Gjöfin fólst í sérstaklega gerðum
tækifæriskortum sem verða seld til styrktar SVF.
Friðbert Jónasson og Kári Stefánsson hlutu alþjóðleg
yerðlaun fyrir glákurannsóknir
I júní hlutu Friðbert Jónasson prófessor og Kári Stefánsson, rannsóknaprófessor
°g forstjóri Decode Genetics, alþjóðleg verðlaun vegna rannsókna á gláku. Um er
að ræða ein virtustu verðlaun á sviði augnlækninga sem veitt eru í heiminum.
Einar Stefánsson hlaut Jules Gonin verðlaunin og heiðurs-
verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright fyrir rannsóknir í
ðugnlæknisfræði
september hlaut Einar Stefánsson prófessor Jutes Gonin verðlaunin sem veitt
eru ar>nað hvert ár þeim einstaktingum í heiminum sem þykja hafa staðið öðrum
framar í rannsóknum í augnlæknisfræði, sérstaklega á sviði sjónhimnusjúkdóma.
Síðar á árinu fékk Einar ennfremur heiðursverðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright.
Einar Stefánsson hefur um árabil unnið að rannsóknum á blindu vegna gláku og
sykursýkisskemmda og er hann mjög kunnur á atþjóðavettvangi fyrir störf sín.
Einar er meðhöfundur að meira en 130 ritgerðum í ritrýndum vísindatímaritum og
höfundur um 400 ritverka og útdrátta um augnlækningafræði.
Björn Guðbjörnsson hlaut verðlaun fyrir rannsóknir á
^ttlægni soragigtar
Vísindaráð evrópsku gigtarsamtakanna heiðraði í júní Björn Guðbjörnsson dósent
fyrir rannsóknir hans á ættfægni sóragigtar.
Frír starfsmenn Háskóla íslands hlutu viðurkenningu á
Háskólahátíð
A háskólahátíð í október var þremurstarfsmönnum Háskóla íslands veitt viður-
^snning fyrir lofsverðan árangur í starfi. Viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til
visinda hlaut Höskuldur Þráinsson. prófessor við Hugvísindasvið, viðurkenningu
fyrir lofsvert framlag til kennslu hlaut Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir. dósent við
Heitbrigðisvfsindasvið. og viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til stoðþjónustu við
v>sindastarf hlaut Sverrir Guðmundsson, deildarstjóri á vísindasviði.
Tveir sjónskertir stúdentar fengu styrk úr Þórsteinssjóði
Uthlutað var öðru sinni úr Þórsteinssjóði á árinu. Að þessu sinni hlutu styrk tveir
sJónskertir stúdentar, þau Páll Þór Sigurjónsson, nemi í Austur-Asíufræðum og
Sigríður Björnsdóttir. nemi í norsku og fstensku.
Helgj Björnsson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir sæmd hinni
'slensku fálkaorðu
Helgi Björnsson vísindamaður og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir vísindamaður voru í
Juní sæmd hinni íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf sín.
Auður Hauksdóttir sæmd Dannebrogsorðunni
Auður Hauksdóttir. dósent og formaður stjórnar Stofnunar Vigdísar