Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 44
Á meðal annarra umfjöllunarefna nefndarinnar á vormisseri 2008 voru:
• Undirbúningur framkvæmdar nýrrar kennslukönnunar á haustmisseri 2008.
• úthlutun úr kennslumátasjóði.
• eftirfylgni við bætt einkunnaskil,
• tilnefningar til kennsluverðlauna,
• tímasetningar kennslu og prófa.
Auk formanns sátu eftirtaldir fulltrúar í nefndinni: Árelía Guðmundsdóttir, Ásdís
R. Magnúsdóttir. Hjálmtýr Hafsteinsson og Ragnheiður Bragadóttir. Kári Hótm
Ragnarsson var fulltrúi stúdenta. Sviðsstjóri kennstusviðs, Þórður Kristinsson.
prófstjóri, Hreinn Pálsson og formaður stjórnar kennslumiðstöðvar, Guðrún
Geirsdóttir, sátu fundi nefndarinnar og unnu með henni.
Samráðsnefnd um kjaramál
Samráðnefnd háskólaráðs um kjaramát er ætlað að tryggja samstarf og samráð
við stéttarfélög og samtök starfsmanna háskólans um kjara- og réttindamál auk
þess sem hún gegnir hlutverki samstarfsnefndar samkvæmt 11. kafta
kjarasamninga fjármálaráðherra og stéttarfétaga ríkisstarfsmanna.
Á árinu 2008 var meginverkefni nefndarinnar samræming stofnanasamninga
Fétags háskótakennara og Kjarafétags Kennaraháskóla ístands vegna samein-
ingar Háskóla íslands og Kennaraháskóta ístands þann 1. júlí 2008. Vegna þessa
verkefnis starfaði Guðmundur Ragnarsson. framkvæmdastjóri Kennaraháskótans
með nefndinni. Vegna sameiningarinnar vann samráðsnefndin einnig að sam-
ræmingu kjara þeirra starfsmanna beggja skótanna sem eru í öðrum stéttar-
félögum. aðatlega SFR. stéttarfélagi í atmannaþjónustu.
Skipan samráðsnefndar um kjaramál 2008: Guðmundur R. Jónsson. prófessor,
formaður, Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri, og Sigurður J.
Hafsteinsson, sviðsstjóri fjármálasviðs. Starfsmaður nefndarinnar er Sótveig B.
Gunnarsdóttir, lögfræðingur starfsmannasviðs.
Vísindanefnd
Drjúgur htuti starfs nefndarinnar fólst í að framfylgja stefnu Háskótans. Ber þar
hæst breytingar á vinnumatskerfi Háskólans. Því verki lauk á árinu með því að
nefndin skitaði tillögum til rektors.
Umfangsmikill hluti starfsemi vísindanefndar sneri að Rannsóknasjóði Háskól-
ans. Vinna við úthtutun úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2009 átti sér stað í lok ársins
eins og áður og sem fyrr var faglegt mat skitið frá úthlutunarvinnu. Til viðbótar
umsóknum frá eldri fræðasviðum Háskóla (slands bárust sjóðnum nú í fyrsta
skipti umsóknir frá Menntavísindasviði. Faglegt mat önnuðust fimm fagráð,
fagráð fræðasviða skólans. í hverju fagráði voru 7-8 fulltrúar, þar af voru einn til
tveir fulltrúar úr vísindanefnd. Fagráð mátu allar umsóknir á fagsviðum sínum.
Samræming og lokafrágangur úthtutunar var síðan í höndum vísindanefndar. Við
úthlutun var unnið samkvæmt svipuðum viðmiðum og áður. Lögð varáhersla á
að styrkja sem best þau verkefni sem líklegust þykja til árangurs vegna
vísindagildis og virkni umsækjanda.
Umsóknir voru 209 og voru alts 182 verkefni styrkt. Alts var úthtutað um 172 m.kr.
úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2009. Meðalstyrkur var 945 þús. kr. (sjá nánar kafta
um Rannsóknasjóð). Vísindanefnd sá einnig um úthlutun verkefnabundinna
styrkja til tækjakaupa eins og áður. Á árinu 2008 voru einnig veittir styrkir til
nýdoktora sem hluti af úthtutun Rannsóknasjóðs. Alls voru veittir 23 styrkir (sjá
nánar kafla um Rannsóknasjóð). Tryggt hefur verið fjármagn tit þessara styrkja á
árinu 2009. Þá voru veittir styrkir til ráðstefnuferða stúdenta í framhaldsnámi að
upphæð 3.7 m.kr.
Á árinu voru í þriðja sinn veittir styrkir til framhaldsnema úr Háskólasjóði
Eimskipafélags fstands (sjá nánar kafta um Háskólasjóð). Faglegt mat á
umsóknum var samkvæmt reglum í höndum vísindanefndar og fagráða hennar.
Var umsóknum forgangsraðað eftir vísindalegu gildi verkefnis, vísindalegri hæfni
leiðbeinenda og náms- og rannsóknarferli stúdents.