Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 84
Eftirtaldir hlutu styrk eftir leið b: Jónína Einarsdóttir, Eiríkur Steingrímsson,
Þórarinn Guðjónsson, Gunnar Stefánsson, Sigurður S. Snorrason. Tómas Philip
Rúnarsson, Arnar Pátsson, Anna Soffía Hauksdóttir. Zophonías 0. Jónsson, Snorri
Ingvarsson, Birgir Hrafnkelsson, ÓlafurS. Andrésson og Magnús Þór Jónsson.
Eftirtaldir hlutu styrk til þriggja ára: Kristín Loftsdóttir. Elín Soffía Ólafsdóttir og
EinarÁrnason.
Eftirtaldir htutu styrk til tveggja ára: Terry Gunnelt, Þorvaldur Gylfason, Bergljót
Soffía Kristjánsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir. Ástráður Eysteinsson. Pétur
Pétursson. Anna Birna Almarsdóttir. Ingibjörg Harðardóttir. Kristberg
Kristbergsson og Ragnar Sigurðsson.
Ferðastyrkir Rannsóknasjóðs
Á árinu voru í fyrsta skipti veittir styrkir til ráðstefnuferða meistara- og
doktorsnema. Ferðastyrkirnir eru aetlaðir til þess að styrkja nema til þess að
kynna niðurstöðursínará ráðstefnum en ekki til námsferða eða þátttöku í
námskeiðum. Þá var ferðum á ráðstefnur erlendis raðað ofar í forgangsröð við
mat á umsóknum. Skilyrði styrkveitingar var að fyrir lægi staðfest framlag
nemanda á ráðstefnunni. Alls bárust 112 umsóknirog reyndist unnt að styrkja 74
þeirra.
Aðstoðarkennarastyrkir
I samræmi við stefnu Háskóla (stands var sett á fót styrkjakerfi aðstoðarkennara.
Markmið styrkjanna er að gera meistara- og doktorsnemum kleift að annast
hóftega kennslu á sama tíma og þeirvinna að rannsóknaverkefni sínu. Við
fjármögnun styrkjanna er gert ráð fyrir sameiginlegri fjármögnun úr kennslu- og
rannsóknafjárveitingum. Atls voru veittir 33 styrkir á árinu samtals að upphæð
41,6 m.kr.
Rannsóknastöðustyrkir
Á árinu voru veittir í fyrsta sinn rannsóknastöðustyrkir sem eru ætlaðir
vísindamönnum sem hafa lokið doktorsprófi á síðasttiðnum fimm árum og voru
þeir veittir til altt að þriggja ára. Um þessa styrki gátu sótt akademískir
starfsmenn Háskóla Islands í samstarfi við nýdoktor. Veittir voru átta styrkir að
upphæð tæplega 37 m.kr. á ári.
Rannsóknagagnasafn
í samvinnu við Rannsóknarráð íslands og Iðntæknistofnun rekur Háskóli Islands
Rannsóknagagnasafn fstands, RIS. Þar eru skráðar grunnupplýsingar um
rannsóknaverkefni háskólamanna, m.a. er þarað finna útdrátt úr verkefnunum
og hverjir standa að þeim. Gagnasafninu er ekki síst ætlað að auðvelda samskipti
milli vísindamanna og auðvelda fjölmiðlum og almenningi aðgang að
rannsóknum sem stundaðar eru í Háskólanum. I safninu eru skráð um 2.700
verkefni. Sjá nánar vefsíðu Rannsóknagagnasafns (http://www.ris.is).
Ritaskrá Háskóla íslands
Ritaskráin tekur til rita sem samin eru af háskólakennurum. sérfræðingum og
öðrum starfsmönnum Háskótans og byggist á upplýsingum sem starfsmenn
senda til vísindasviðs vegna framtals starfa. Skráin endurspeglar hversu
gróskumikið og fjötbreytt starf er við Háskóla Islands. Efni ritaskrárinnar er
ftokkað í samræmi við matsreglur. sbr. mynd 8.
82