Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 116
I
meðal félagsmanna sinna. Árlega stendur félagið í samstarfi við Stofnun
stjórnsýslufræða að tveimurtil fjórum opnum viðburðum.
Málþing, opnir fyrirlestrar og endurmenntunarnámskeið á
árinu 2008
Annað meginverkefni stofnunarinnar sl. sex ár hefur verið að skapa vettvang
umræðu og fræðslu um viðfangsefni stjórnsýslu og stjórnmála fyrir fag- og
áhugafólk um stjórnsýslu og stjórnmál. Á starfstíma stofnunarinnar hefur verið
haldinn mikill fjöldi opinna fyrirlestra. málþinga og námskeiða. m.a. í samstarfi
við ráðuneyti. sveitarfélög. stofnanir. ráðgjafafyrirtæki og samtök. Á árinu 2008
sóttu alls um 2.000 manns þessa viðburði: sex námskeið með alls um 230
þátttakendum. tíu málþing með um 1.350 þátttakendum, fjóra opna viðburði
tengda MPA-náminu og útkomu tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsta. sem alts um
120 manns sóttu og fimm opna fyrirlestra sem um 370 manns sóttu.
Stjómmál og stjórnsýsla - Veftímarit
www.stjornmalogstjornsysla.is
Eitt af hlutverkum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er að stuðla að
rannsóknum og faglegri sem fræðilegri umræðu um íslenska stjórnsýslu og
stjórnmál. Lengi hafði vantað vettvang á fslandi til að birta fræðilegt efni um
stjórnmál og stjórnsýslu. Stofnunin ákvað því á árinu 2005 að stofna slíkan vett-
vang með veftímaritinu. Megintilgangur tímaritsins er að gefa út og gera öllum
aðgengilegt fræðilegt og faglegt efni um íslensk stjórnmál og stjórnsýslu með það
fyrir augum að auka við þekkingu og efla umræðu á þessu sviði. Tímaritið er
öllum opið á Netinu og í lok hvers útgáfuárs er hægt að fá prentaða útgáfu af rit-
rýndu efni fyrir þá sem þess óska. Öll helstu bókasöfn eru áskrifendur og eintök
fást til sölu í bókabúðum. f tímaritinu og á vefsvæðinu eru eftirtaldir efnisflokkan
ritrýndar fræðigreinar. greinar almenns eðlis um stjórnmál og stjórnsýslu. bóka-
dómar. útdrættir úr lokaritgerðum MPA-nema, stjórnmála- og stjórnsýslufræð-
ingatal, upplýsingar um opna fundi. námskeið og málþing. ásamt tenglum er
varða fagsvið stjórnmáta og stjórnsýstufræða. s.s. fræðitímarit sem aðgengileg
eru á vefnum. samtök stjórnmálafræðinga o.ft. Félag stjórnmátafræðinga og
Félag stjórnsýslufræðinga hafa heimasvæði sitt á vefnum.
Ritstjórar efnis eru þau Arnar Þór Másson stjórnmálafræðingur, Gunnar Helgi
Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði og Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður,
en vefritstjóri er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.
Stærri rannsókna- og þróunarverkefni
Stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana
Frá miðju ári 2006 hefur Ómar H. Kristmundsson dósent við stjórnmálafræðiskor
stjórnað viðamiklu rannsóknarverkefni á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofn-
ana. Kynningu á niðurstöðum lauk á árinu 2008. en áfram er haldið úrvinnslu úr
gögnunum sem safnað var. Umfangsmikil eftirfylgni á sér nú stað af hálfu bæði
fjármálaráðuneytisins og annarra fagráðuneyta. svo og stofnananna sjálfra. Enn
fremur var samin og gefin út Handbók um stjórnunarmat. sem er tæki fyrir
stofnanir til eftirfylgni á rannsókninni. Handbókin er aðgengileg á Netinu, en
einnig heldur Stofnun stjórnsýslufræða a.m.k. tvisvar á ári námskeið þar sem
farið er yfir hvernig nota má bókina. Rannsóknin var samvinnuverkefni Stofnunar
stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla íslands, fjármálaráðuneytis og ParX,
viðskiptaráðgjafar IBM.
Rannsóknin beindist að stjórnun ríkisstofnana. þar á meðal mannauðs- og
fjármálastjórnun, launaákvörðunum og samskiptum stofnana við ráðuneyti.
Einnig náði hún til upplýsingamiðlunar innan stofnana. vinnubragða, samskipta
og starfsánægju og þjónustu stofnana. Alls tóku 144 stofnanir þátt í rannsókninni
og um 10.000 ríkisstarfsmenn.
íbúalýðræði: Félagsauður og lýðræðiskerfi sveitarfélaganna -
2008-2010
Þetta verkefni var sett af stað í tilefni af fimm ára starfsafmæli stofnunarinnar.
Um er að ræða þriggja ára rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við
Samband íslenskra sveitarfélaga. með styrkjum frá Orkusjóði OR. Sambandi
íslenskra sveitarfélaga. Rannís. Háskóla (slands og Landsbankanum. Spurt er:
114