Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 168
Raunvísindadeild og
stofnanir hennar
Nýtt skipulag Háskóla (slands tók gildi 1. júlí 2008 og lauk þá sögu Raunvísinda-
deildarsem. ásamt Verkfræðideild. rann inn íVerkfraeði- og náttúruvísindasvið.
Hér á eftir verða dregnar fram helstu upplýsingar um mannahald og málefni
Raunvísindadeildar fyrstu sex mánuði ársins.
Stjórn deildarinnar
Deitdarforseti var Lárus Thorlacius og varadeitdarforseti Guðrún Marteinsdóttir.
Skorarformennsku gegndu þeir Rögnvaldur G. Möller í stærðfræðiskor. Hafliði P.
Gíslason í eðlisfræðiskor, Ágúst Kvaran í efnafræðiskor. ÓlafurS. Andrésson í
líffræðiskor. Ólafur Ingólfsson í jarðvísindaskor. Anna Dóra Sæþórsdóttir í land-
og ferðamálafræðiskor og Inga Þórsdóttir í matvælafræðiskor.
Starfslið deildar og skora
Björn Gunnlaugsson, verkefnisstjóri í VR-II. Guðrún Helga Agnarsdóttir.
verkefnisstjóri í VR-II (80% starf). Hafdís Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri í Öskju (ráðin
í lok misseris), Haltdóra S. Ásgeirsdóttir. fulltrúi í VR-II (50% starf) í afleysingum
fyrir Hlín Eyglóardóttur en hún kom aftur úr barnsburðarleyfi í apríl, Jón Guðmar
Jónsson. skrifstofustjóri í VR-II. Ragnhildur Skjaldardóttir, verkefnisstjóri í Öskju,
Stefán Ágúst Stefánsson, tækjavörður í Öskju, Svana Stefánsdóttir. efnavörður í
VR-I. Sverrir Guðmundsson, tækjavörður í VR-I.
Annars staðar í þessu riti verður getið þeirra kennara sem hófu störf eða létu af
störfum á árinu en þess ber að geta að deildin fékk heimild tit að auglýsa þrjú ný
störf í tengslum við viðbótarfé sem veitt er til Háskólans til að styrkja öfluga
rannsóknarhópa. Störfin eru í hagnýttri stærðfræði. jarðeðlisfræði orkumála og
lífupplýsingatækni-kerfislíffræði en þetta síðastnefnda starf tengist einnig
Verkfræðideild og Læknadeild.
Þá fluttust þrír prófessorar milli skora í ársbyrjun: Magnús Tumi Guðmundsson
og Páll Einarsson úr eðlisfræðiskor í jarðvísindaskor og Jón Ólafsson úr
efnafræðiskor í jarðvísindaskor.
Gestakennarar
Samningar voru gerðirvið Ingvar Birgi Friðleifsson. Jarðhitaskóla Sameinuðu
Þjóðanna. og Halldór Ármannsson. ISOR.
Nemendur og kennsla
Á vormisseri var tekið upp nýtt fyrirkomulag kennslu í Raunvísindadeild. Tekin
var upp kennsla í tveimur blokkum. 2 x 40 og 3 x 40 mínútna. Með þessu
fyrirkomulagi á að draga úr viðveru stúdenta svo þeir hafi meiri tíma fyrir
sjálfsnám. Dæmatímar í sumum námskeiðum færast með þessu móti fram fyrir
hádegi en fyrirlestrar í öðrum aftur fyrir hádegi. Þetta nýja fyrirkomutag náði ekki
fram að ganga í öllum námskeiðum og voru sum kennd með gamla sniðinu. þ.e. í
þremur 2 x 40 mínútna blokkum.
Sjúkra- og upptökupróf haustmisseris voru haldin í janúar og sjúkra- og
upptökupróf vormisseris voru haldin í júní í fyrsta skipti. Almennt hefur hinn nýi
próftími. sem tekinn var upp að frumkvæði stúdenta, fallið í góðan jarðveg hjá
kennurum og nemendum.
Samkomulag náðist við Náms- og starfsráðgjöf Háskólans um að Jónína Kárdal
námsráðgjafi hefði vikulegan viðtalstíma íVR-ll. Hún hefur sinnt Verkfræðideild
og Raunvísindadeild sérstaklega og er þetta aukin og vel þegin þjónusta við
stúdenta.
Doktorsnám hefur staðið með miklum blóma við deildina. Frá 2002 til ársloka
2007 brautskráðust 20 með doktorspróf frá deildinni. Hvorki fleiri né færri en sjö
nýir doktorar bættust við hópinn árið 2008. Lista yfir þá og heiti verkefnanna er að
finna annars staðar í árbókinni.
Úttekt var gerð á doktorsnámi við deildina og þann 15. maí skrifaði mennta-
málaráðherra bréf með formlegri viðurkenningu á náminu.
166