Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Síða 172
aðstoðarmanna. Níu manna starfslið vinnur á aðalskrifstofu og annast rekstur
fasteigna. Loks voru 100 nemar í framhaldsnámi við stofnunina. Eins og segir í
reglum um Raunvísindastofnun er hún rannsóknavettvangur kennara við
Raunvísindadeild Háskóla íslands á sviðum stofnunarinnar en þeirvoru 48 um
síðustu áramót.
Árið 2008 nam velta stofnunarinnar 1.118,4 m.kr. sem er um 25.1% hækkun frá
fyrra ári. Þessa hækkun má reka að stærstum hluta til aukinna
rannsóknaumsvifa á flestum sviðum. Af veltu ársins komu 372.6 m.kr. af
fjárveitingum. 85,6 m.kr. komu frá norrænu ráðherranefndinni og 640,1 m.kr. eru
annað sjálfsaflafé frá íslenskum og erlendum rannsóknasjóðum og frá
fyrirtækjum.
Raunvísindastofnun skiptist í Jarðvísindastofnun Háskólans (JH) og Eðlis-. efna-
og stærðfræðistofnun Háskólans (EH). sem lýst er hér að neðan.
Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun
Eðlis-. efna- og stærðfræðistofnun Háskólans (EH) skiptist í fimm rann-
sóknastofur, eðtisfræðistofu. efnafræðistofu. lífefnafræðistofu, reiknifræðistofu og
stærðfræðistofu. Forstöðumenn stofanna mynda stjórn stofnunarinnar. í árslok
2007 störfuðu við stofnunina 60 manns auk 34 kennara Raunvísindadeildar og
fimm kennara Verkfræðideitdar sem hafa rannsóknaraðstöðu á stofnuninni. Af
þessum 60 eru 10 sérfræðingar sem stunda rannsóknir sjátfstætt. níu verk-
efnaráðnir sérfræðingar, fjórir aðstoðarmenn, fimm nýdoktorar og 32 nemendur í
framhatdsnámi.
Eðlisfræðistofa
í árslok 2008 var eðtisfræðistofa rannsóknavettvangur níu kennara við
Raunvísindadeild Háskóla íslands, eins kennara við Verkfræðideild og fjögurra
sérfræðinga við Raunvísindastofnun. Þar starfa einnig þrír tæknimenn
Raunvísindastofnunar. þar af einn við háloftadeild. Sex verkefnaráðnir
sérfræðingar unnu á stofunni á árinu. Laun þeirra eru ýmist greidd með styrkjum
úr opinberum samkeppnissjóðum eða af fyrirtækjum. Þá höfðu tveir fyrrverandi
vísindamenn og einn prófessor emeritus starfsaðstöðu við stofuna. Stúdentar í
rannsóknanámi árið 2008 voru 18 talsins, þar af 12 í doktorsnámi. Forstöðumaður
eðlisfræðistofu var Haftiði Pétur Gíslason, prófessor. Nöfn stofufélaga og
upptýsingar um rannsóknaverkefni þeirra og ritsmíðar er að finna á vef
eðlisfræðistofu á slóðinni: www.raunvis.hi.is/Edlisfr/Edtisfr.html.
Á eðlisfræðistofu eru stundaðar grunnrannsóknir í tilraunaeðlisfræði, kennitegri
eðlisfræði, stjarneðlisfræði og vísindasögu. Á stofunni eru þrír hópar
fyrirferðarmestir. Einn þeirra sinnir rannsóknum á sviði tilraunaeðlisfræði með
áherslu á hátæknieðlisfræði og örtækni. Annar hópur stundar kennitegar
rannsóknir og tíkanagerð af eiginleikum rafeindakerfa á nanókvarða í
hálfleiðurum og sameindum. Þriðji hópurinn teggurstund á rannsóknir í
stjarneðlisfræði með megináherstu á gammabtossa og heimsfræði.
Auk þessara hópa stunda einstakir kennarar og sérfræðingar á stofunni
rannsóknir sínar sem ekki fatla undir fyrrnefnda þrjá hópa. Unnu þeir við fjölda
rannsóknaverkefna árið 2008, meðal annars Mössbauermælingar. mælingar á
radoni í grunnvatni, endurbætur á tækni tit mælinga á geislakoli í atdurs -
greiningum og innteiðingu sólmiðjukenningarinnar á ístandi. Stofufélagar kynna
rannsóknir sínar á opnum kaffifundum flesta föstudaga ársins. Stúdentar eru
hvattir tit að mæta á kaffifundina.
Háloftadeild Raunvísindastofnunar heyrir undir eðtisfræðistofu. Deitdin rekur
segulmælingastöð við Mosfeltsbæ. en sú starfsemi á sér tengsta samfettda sögu
við stofnunina ásamt geistamælingum. Á árinu var áfram unnið að endurnýjun
skráningartækja og endurbótum. Þá er Almanak Háskólans reiknað og búið til
prentunar við deildina. Háloftadeild rekur einnig þrjár norðurtjósastöðvar í
samvinnu við Pólrannsóknastofnun Japans og tvær ratsjárstöðvar í samvinnu við
breska og franska vísindamenn.
Andlát
Marteinn Sverrisson rafmagnsverkfræðingur lést aðfaranótt 21. október. Marteinn
varfæddur 1947. Hann hóf störf á Raunvísindastofnun haustið 1971. Marteinn
170