Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 180
breytingar eru liður í samþættingu stjórnunar stofnunarinnar og deildarinnar.
Samanlögð velta Jarðvísindastofnunar á árinu 2008 nam 495 m.kr. Tekjur til
þessarar starfsemi skiptust þannig: (1) fjárveitingaraf fjárlögum, 151 m.kr., (2)
fjárveiting frá norrænu ráðherranefndinni. 85 m.kr.. og (3) ýmsar sértekjur.
aðallega frá innlendum og erlendum sjóðum og fyrirtækjum. 259 m.kr. Starfsemi
Jarðvísindastofnunar skiptist í sex faghópa: (1) jarðeðlisfræði og eðlisræn jarð-
og landfræði. (2) jarðskorpuhreyfingar og skjálftafræði. (3) jökla- og hafísfræði. (4)
ísaldarjarðfræði og setlagafræði. (5) berg- og bergefnafræði og (6) jarðefnafræði
vatns, veðrun og ummyndun.
ísaldarjarðfræði og setlagafræði
Rannsóknir innan fagsviðsins beinast að umhverfisbreytingum sem lesa má úr
fornum jarðlögum og þeim eðlis-. efna- og líffræðilegu ferlum sem móta yfirborð
jarðar á hverjum tíma. Helstu áhersluþættir eru jöklabreytingar og jökulrof frá
tertíer fram á nútíma. straumvötn og afrennstishættir. vindrof og jarðvegseyðing.
framburður til sjávar, setmyndun í stöðuvötnum og í sjó og landmótun við
strendur. Sjávarstöðubreytingar sem tengjast jöklabreytingum og höggun íslands
eru einn þáttur þessara rannsókna. Fornumhverfisbreytingar eru sérsvið
jarðfræðinnar og til þess að rekja þær er lögð áhersla á jarðlagafræði. fornlíffræði
og aldursgreiningu setmyndana og gosmyndana frá tertíer og kvarter. Loftslags-
breytingar eru í brennidepli á þessu rannsóknarsviði og tengsl þeirra við
hafstrauma og veðurfar. Gagnasöfn í íslenskum jarðlögum. bæði á landi og í sjó
geyma upplýsingar um sögu úthafshryggja. eldvirkni. höggun. þróun
setlagadælda og loftslagsbreytingar við Norður-Atlantshaf.
Faghópurinn fæst fyrst og fremst við rannsóknir á toftslagsbreytingum í tíma og
rúmi. Leitað er skilnings og þekkingar á sögu hafstrauma. jökla. setlaga.
jarðvegs og lífríkis. Áhersla er lögð á tengslin milli búsetu á íslandi og
náttúrufars. Helstu verkefni og áhersluþættir innan þessa ramma eru:
• Rannsóknir á setmyndun jökla með sérstöku tilliti til jöklabreytinga á
mismunandi tímakvörðum, allt frá ári til árs og til jökulskeiða og
hlýskeiða.
• Rannsóknir á sjávarstöðubreytingum í tengslum við loftslagsbreytingar
með sérstöku tilliti til jöklabreytinga.
• Rannsóknir á þýðingu jökla og eldvirkni fyrir ásýnd setlaga.
• Rannsóknir á setmyndun stöðuvatna með tilliti til loftslags- og
jöklabreytinga á nútíma.
• Svörun umhverfisþátta í íslenska vistkerfinu við veðurfars- og
loftslagsbreytingum. bæði í sjó. landi og stöðuvötnum.
• Breytingar á lífríki í sjó og landi með hliðsjón af loftslagsbreytingum og
vaxandi fjarlægð íslands og einangrun frá meginlöndum austan hafs og
vestan. Breytingar á gróðursamfélögum og þróun tegunda frá tertíer fram
á okkar daga.
• Breytingar á hafstraumum við ísland og í Norðurhöfum og þáttur þessara
breytinga í varmaflutningi frá suðlægum breiddargráðum til Norður-
Evrópu og einnig breytingar á útrás Norður-íshafsins til suðurs meðfram
Grænlandi og íslandi.
• Útvíkkun gjóskulagatímatals í jarðvegi og vatnaseti á íslandi út í
hafsbotnslög í norðanverðu Norður-Atlantshafi. Norðurhöfum og Norður-
íshafi og tímasetning og tenging á umhverfisgögnum frá hafi. landi og
jöklum.
Aðrar rannsóknir fagsviðsins fást við jarðvegseyðingu. sandfok og uppgræðslu.
og tengsl búsetu og landsnytja við umhverfisbreytingar á íslandi. Helstu verkefni
þessara þátta eru:
• Athuganir á umhverfisbreytingum sem lesa má úr fornum jarðlögum með
hjálp setlagafræði og steingervingafræði. Þær hagnýta sér
gjóskulagafræði, jöklabreytingar og rof jökla. vinda, straumvatna og
afrennslishátta þeirra.
• Jarðvegsbreytingar. framburður til sjávar og setmyndun í sjó og vötnum,
landmótun við strendur og sjávarstöðubreytingar tengdar
jöklabreytingum.
• Athugun á setkjörnum í nokkrum stöðuvötnum til að rekja umhverfis- og
loftlagsbreytingar allt að 12 þúsund ár aftur í tímann.
• Gróður- og jarðvegsbreytingar í Borgarfirði síðustu 1200 árin.
• Veðrun, rof. gróður. jarðvegur og kolefnisbúskapur á Norðausturlandi.
• Búseta. landsnytjar og umhverfisbreytingar á Vesturlandi.
• Sandfok, jarðvegseyðing og uppgræðsla.
• Áhrif ferðamanna á vistkerfi.
178