Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 226
Fjármál og rekstur
Við sameiningu skólanna var ákveðið að tilhögun þeirra verkefna er lúta að
fjármálastjórn, fjárhagsáætlunum. reikningshaldi. rekstri og viðhaldi fasteigna
hétdist óbreytt til áramóta 2008 á Menntavísindasviði í samræmi við fjárveitingar
til Kennaraháskóla [slands, sjá nánar í Ársskýrslu Kennaraháskóla íslands 2008.
Verkfræði- og
náttúruvísindasvið
Hinn 1. júlí tók gildi nýtt stjórnskipulag Háskólans. Verkfræðideild og Raunvís-
indadeild voru sameinaðar í sex deildum innan nýs Verkfræði- og náttúruvísinda-
sviðs. Forsetar nýju deitdanna höfðu verið kjörnir í apríl og maí. Deildirnar og
forsetar þeirra voru þessin
Véla- og iðnaðarverkfræðiskor og tölvunarfræðiskor sameinuðust í Iðnaðar-
verkfræði-. vélaverkfræði- og tötvunarfræðideitd. Forseti Ólafur Pétur
Pálsson. varaforseti Tómas Philip Rúnarsson.
Jarðvísindaskor varð Jarðvísindadeild. Forseti Magnús Tumi Guðmundsson,
varaforseti Hreggviður Norðdahl.
Líffræðiskor og tand- og ferðamálafræðiskor runnu saman í Líf- og umhverfisvís-
indadeild. Forseti Sigurður S. Snorrason. varaforseti Guðrún Gístadóttir.
Rafmagns- og tölvuverkfræðiskor varð Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Forseti
Karl S. Guðmundsson, varaforseti Jóhannes R. Sveinsson.
Stærðfræðiskor. eðlisfræðiskor og efnafræðiskor runnu saman í nýja Raunvísinda-
deild. Forseti Guðmundur G. Haraldsson. varaforseti Gunnar Stefánsson.
Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor varð Umhverfis- og byggingarverk-
fræðideitd. Forseti Sigurður Magnús Garðarsson. varaforseti Guðmundur
Freyr Úlfarsson.
Matvæla- og næringarfræðiskor var flutt til Heilbrigðisvísindasviðs en einn
kennari skorarinnar. Magnús Már Kristjánsson dósent, færði sig til
námsbrautar í efnafræði í hinni nýju Raunvísindadeild. Þá fluttist Helgi
Þorbergsson, dósent í tölvunarfræði. til Rafmagns- og tölvuverkfræðideitdar.
Hinn 9. september var svo titkynnt um ráðningu Kristínar Völu Ragnarsdóttur.
prófessors við Bristol-háskóta. í starf sviðsforseta. Kristín Vala tók við starfinu 1.
desember en átti áður marga fundi með kennurum og öðru starfsfótki sviðsins á
haustmánuðum til að kynna sér aðstæður og undirbúa nýtt skipulag. í samráði
við aðra deildarforseta ákvað Kristín að í fjarveru sinni yrði Sigurður Magnús
Garðarsson staðgengill sviðsforseta. Kristín Vata réð síðan Kristínu Baldursdóttur
sem rekstrarstjóra sviðsins og kom hún tit starfa í byrjun desember.
Starfsfólk gömlu deildanna varð starfsfótk sviðs en ekki einstakra deitda og er
það talið upp hérá eftin Björn Gunntaugsson. verkefnisstjóri kennslumála, Edda
Friðgeirsdóttir. fjármálastjóri. Erna Sigurðardóttir. markaðs- og kynningarstjóri.
Guðrún Helga Agnarsdóttir. verkefnisstjóri kennslumáta í grunnnámi vestan Suð-
urgötu. Hafdís Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri kennslumáta framhatdsnáms. Hlín
Eyglóardóttir. Pálmi Jóhannesson. upplýsinga- og gæðastjóri, Ragnhildur Skjald-
ardóttir, verkefnisstjóri kennslumála grunnnáms austan Suðurgötu. Steinþór
Björgvinsson tækjamaður og Vithjátmur í. Sigurjónsson tækjamaður.
Meginviðfangsefni forseta sviðsins og nýju deildanna til að byrja með var að stilta
saman strengina og ákveða starfshætti og skipulag á sviðinu.
Merkisdagar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
Verkfræði- og náttúruvísindasvið tók þátt í Vísindavöku RANNÍS í september. Nem-
endur og kennarar tögðu metnað í að gera kynninguna sem áhugaverðasta og að-
gengilega jafnt futlorðnum og börnum. Það tókst með miklum ágætum og endur-
spegtaði viðburðurinn þann fjölbreytileika sem einkennir fræðasviðið. Legokeppni
grunnskótabarna var haldin í Öskju í nóvember. Þema keppninnar var loftslag. Um
200 grunnskólanemendur á aldrinum 10-15 ára tóku þátt í keppninni. Keppt var í 6-
10 manna tiðum. Mikil eftirvætning og gleði ríkti meðat þátttakenda. Keppnin var að
venju afar spennandi og jöfn. Það var liðið Klakarnir frá Höfn í Hornafirði sem
hreppti aðatverðlaun keppninnar og mun taka þátt í Evrópumóti í Danmörku.
Þann 21. desember var veitt viðurkenning úr Minningarsjóði Þorvalds
Finnbogasonar stúdents. Viðurkenninguna að þessu sinni htaut Arnar Björn
Björnsson. nemandi á þriðja ári í umhverfis- og byggingarverkfræði fyrir besta
námsárangur að loknu öðru námsári.
224