Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 236
á tímabilinu júlí til desember 2007. Fyrsta hefti ársins 2008, með dómum frá
janúar til júní 2008, kom út í október 2008.
Fræðirit um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna
Utanríkisráðuneytið veitti stofnuninni styrk á árinu 2007 til að gefa út fræðirit um
mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna og áhrif þeirra á íslenskan rétt. Átta
fræðimenn skrifa kafla í bókinni sem unnið hefur verið að allt árið og er útgáfa
áætluð haustið 2009. Þeir eru Björg Thorarensen, Róbert R. Spanó. Jakob Möller,
Guðmundur Alfreðsson, Kristín Benediktsdóttir. Elsa Þorkelsdóttir. Hrefna
Friðriksdóttir og Kjartan Bjarni Björgvinsson.
Rannsóknir
Réttarstaða útlendinga
Mannréttindastofnun fékk styrk á árinu frá dómsmálaráðuneyti til að vinna að
rannsókn um réttarstöðu útlendinga. Um er að ræða lögfræðilega rannsókn á
réttarstöðunni að undanskilinni réttarstöðu flóttamanna. Áhersla er lögð á að
kanna þær skyldur sem staðfestir þjóðréttarsamningar leggja á íslensk stjórnvöld
og eftiratvikum einstaklinga og félagasamtök. Dóra Guðmundsdóttir LL.M.
stjórnaði verkefninu f.h. MHÍ og með henni störfuðu tveir laganemar að rann-
sókninni sumarið 2008. Rannsókninni er að mestu lokið og munu niðurstöður
birtast á heimasíðu stofnunarinnar upp úr miðju ári 2009.
Rannsókn á álitum mannréttindanefndar Sameinuðu
jjóðanna
október 2007 tilkynnti mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um álit sitt í
kærumáli tveggja sjómanna gegn íslenska ríkinu þar sem 12 nefndarmenn af 18
töldu lögin um stjórn fiskveiða brjóta í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um
borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Álitið olli miklum
deitum og alls ekki augljóst hvernig bregðast þyrfti við því. Mannréttindastofnun
fékk styrk dómsmálaráðuneytis til að skoða úrskurði Mannréttindanefndarinnar.
flokka þá og í framhaldinu greina hvaða réttaráhrif þeir hafa. Tveir laganemar
unnu að rannsókninni á árinu en Björg Thorarensen prófessor stjórnaði
rannsókninni sem lýkur á árinu 2009.
Styrkveitingar
Auglýstir voru þrír styrkir til verkefna á sviði mannréttinda á vegum Mannrétt-
indastofnunar á árinu. RANNÍS sá um framkvæmd styrkveitingarinnar og skipaði
dómnefnd sem í sátu Ragna Árnadóttir. skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyti. Jón
Ólafsson, prófessor við háskólann á Bifröst. og Pétur Leifsson, lektorvið Laga-
deild Háskóla íslands. Þeir sem fengu úthlutað styrkjum voru: Dóra Guðmunds-
dóttir til að fullvinna rannsóknarniðurstöður rannsóknar um réttarstöðu
útlendinga að ístenskum rétti - áhrif þjóðréttarskuldbindinga, fyrir birtingu á
vefnum. Björg Thorarensen prófessor vegna útgáfu fræðiritsins Stjórnskipun-
arréttur - Mannréttindi. og Jóhann Björnsson. heimspekingur, til verkefnis um
siðfræðilega greiningu á sjónarmiðum í innflytjendamálum á fslandi í Ijósi
mannréttinda.
Sjá má nánari upplýsingará veffangi Mannréttindastofnunar: www.mhi.hi.is.
Rannsóknarmiðstöð í
jarðskjálftaverkfræði
Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði er staðsett á Selfossi. Starfsemin sem
þar fer fram er í samræmi við stefnu Háskóla íslands um eflingu rannsókna- og
fræðastarfsemi á landsbyggðinni. svo og samnings milli menntamálaráðu-
neytisins og Háskóla fslands um kennslu og rannsóknir frá janúar 2007.
Miðstöðinni var komið á fót að frumkvæði heimamanna. Hún var sett á fjárlög
árið 1999 á vegum dómsmátaráðuneytisins vegna tengsla rannsókna -
starfseminnar við almannavarnir.
Starfsfólk Rannsóknarmiðstöðvarinnar stundar fjölbreyttar rannsóknir og er lögð
megináhersla á áhrif og eðli jarðskjálfta. Auk þess er fjatlað um þá vá sem
tengist náttúru landsins. svo og áhættugreiningu og áhættumat.
Rannsóknarstarfsemin skiptist í þrjá meginþætti:
• undirstöðurannsóknir. rekstur mælikerfa og úrvinnsla og túlkun gagna
• rannsóknir fyrir íslenskt atvinnutíf, þar á meðal orkutengdar rannsóknir
og áhættugreining
• miðlun upplýsinga og þjálfun starfsfólks við rannsóknarstörf
234