Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Blaðsíða 254
setranna, m.a. vegna mótvægisaðgerða í kjölfar kvótaskerðingar. Nú er svo
komið að setrin ná yfir stærsta hluta landsins og voru í upphafi árs 2008 orðin
átta talsins.
Setrin eru faglega sjálfstæðar einingar og hafa hvert sitt áherslusvið sem tengjast
sérstökum aðstæðum á hverju svæði. Þrjú megináherslusvið eru þó áberandi:
Umhverfisrannsóknir og landnýting. rannsóknir í ferðamálum og rannsóknirá
lífríki hafsins. Allt eru þetta svið sem mikill áhugi er á um allt land og gefa tilefni
til samstarfs milli setranna og við Háskóta íslands í Reykjavík.
Forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla íslands og stjórnarformaður er
Rögnvaldur Ólafsson. Aðrir starfsmenn árið 2008 voru Ólína Þorvarðardóttir
þjóðfræðingur. verkefnisstjóri stofnunarinnar á Vestfjörðum. og Birna
Gunnarsdóttir og Ásta Erlingsdóttir. verkefnisstjórar hjá Rannsóknaþjónustu
Háskóla Islands, sem sinntu stjórnsýslustörfum fyrir stofnunina.
Stjórn stofnunarinnar er auk stjórnarformanns skipuð þeim Erlu Björk
Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Varar - Sjávarrannsóknaseturs við Breiðafjörð.
Hreini Haraldssyni vegamálastjóra, Jörundi Svavarssyni. prófessor við Háskóla
Islands. og Rannveigu Ólafsdóttur. dósent við Háskóla fslands.
Ársfundur var að þessu sinni haldinn 21. maí á Háskólatorgi Háskóla íslands.
Rúmlega 60 manns alls staðar að á landinu sóttu fundinn, en yfirskrift hans var
Háskóli fslands - háskóli allra landsmanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra setti fundinn og Kristín Ingólfsdóttir rektor flutti stutt ávarp.
Frank Rennie, prófessor við University of Highlands and Islands í Skotlandi, ftutti
erindi í gegnum fjarfundabúnað. Viðar Hreinsson. framkvæmdastjóri
ReykjavíkurAkademíunnar. hélt erindi og fulltrúar frá fræðasetrum um land allt
kynntu það sem helst er á döfinni á hverjum stað.
Fyrir fundinn var hannað og prentað kynningarefni um fræðasetrin sem dreift var
á fundinum og einnig dreift víða síðan.
Vísindavaka. I september tóku nokkur fræðasetur þátt í Vísindavöku á vegum
RANNlS, og m.a. vakti setrið í Sandgerði mikla athygli gesta í Listasafni
Reykjavíkur með áhugaverðri kynningu á kröbbum og marglyttum.
Fræðasetrið á Hornafirði
Fræðasetrið á Hornafirði var stofnað 30. nóvember 2001. Meginhlutverk þess er
að auka þekkingu á umhverfi. náttúrufari. menningu og samfélagi á Suðaustur-
landi, bæði með sjátfstæðum rannsóknum og með því að veita fræðimönnum og
nemendum, erlendum jafnt sem innlendum. aðstöðu til rannsókna- og
fræðastarfs heima í héraði. Fræðasetrið ertit húsa í þekkingarmiðstöðinni
Nýheimum á Höfn og tekur virkan þátt í margvíslegri starfsemi sem þar á sér
stað, m.a. í tengslum við nýsköpun og þekkingarmiðlun. auk þess að vera í
samstarfi við Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit. Sumarið 2008 var komið á fót
nýrri starfsstöð setursins á Kirkjubæjarklaustri sem rekin er í samvinnu við
Kirkjubæjarstofu. I stjórn fræðasetursins sitja þrír futltrúar Háskóla íslands.
Rögnvaldur Ólafsson (formaður). Helgi Björnsson og Karl Benediktsson. ásamt
Stefáni Ólafssyni. fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar. og Bjarna Daníelssyni.
fulltrúa Skaftárhrepps.
Forstöðumaður setursins er Þorvarður Árnason. umhverfis- og náttúrufræðingur.
Auk hans starfa fjórir fastráðnir starfsmenn í aðalstarfsstöð fræðasetursins á
Höfn og einn í starfsstöðinni á Kirkjubæjarklaustri. Lausráðnir starfsmenn á
árinu 2008 voru samtals níu. Fjöldi nemenda vinnur að rannsóknum í verkefnum
á vegum setursins eða sem tengjast því: árið 2008 voru doktorsnemar í stíkum
verkefnum fjórir en meistaranemar tólf. þar af þrír með aðsetur í Nýheimum.
Námsverkefnin eru unnin á ólíkum sviðum en ftest falla þó undir umhverfis- og
auðlindafræði, náttúruheimspeki. ferðamálafræði. landfræði eða bókmenntafræði.
Meginviðfangsefni Fræðasetursins á Hornafirði eru rannsóknir á sviði
umhverfismála og náttúruverndar, m.a. í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð. svo
og fjölbreytt rannsókna- og þróunarverkefni sem lúta að sjálfbærri ferðaþjónustu
og/eða annarri nýsköpun í greininni. Við setrið eru einnig stundaðir rannsóknir á
bókmenntum og listum og þar hafa enn fremur verið unnin verkefni í landfræði,
jöklafræði og þjóðfræði. Viðamestu verkefni Fræðasetursins árið 2008 voru (a)
252