Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 22

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 22
16 Tímarit lögíræðinga og hagfræðinga. samninga 8. maí 1917, um ógildi loforðs, er móttakandi bess leggur sviksamlega launung á atriði, er skifta máli um loforðið. En bæði er það efamál, að það ávalt yrði talin sviksamleg launung þó sá, sem tekur við hluta- áskrift, sýndi eigi stofnsamninginn eða skýrði eigi frá öllum ákvæðum hans, og í annan stað er það víst, að dómstólarnir mundu ekki verða eins kröfuharðir um upp- lýsingaskylda loforðsgjafa, eins og þeir mundu vera ef hér væri i lögum ákvæði samsvarandi 30. gr. samninga- laganna. Ef til vill kynni að verða sagt, að ákvæðin um tilkynningar til hlutafélagaskrár bættu nokkuð úr þessu. Til hlutafélagaskrárinnar á að tilkynna flest þau atriði, er mestu varða um félagið, sömu atriðin og greina á í boðsbréfinu. Tilkynningunni á að fylgja eftirrit af stofn- samningnum og fylgiskjölum hans og samþyktir félags- ms. Mætti segja sem svo, að sá sem gerast vildi hluthafi, gæti gengið að þessum upplýsingum öllum hjá lögreglu- stjóra og mætti sjálfum sér um kenna, ef hann gerði það ekki. En þar við er þó þess að gæta, að hlutafélagaskrá- in getur orðið þeim mönnum einum að liði, er gerast hluthafar eftir skrásetninguna. Ilinum, sem gerast það áður, er hún engin vörn. Reglurnar um aðferðina við stofnun félagsins eru því ekki altaf sem tryggilegastar í hlutafélagalögum vorum. Og ef litið er á hitt atriðið, ábyrgð stofnendanna, þá eru ákvæði laganna um hana næsta ófullkomin. í 53. og 54. gr. er að vísu refsing lögð við því, ef stofnendur herma vísvitandi eða af stórkostlegu gáleysi rangt eða vill- andi frá í boðsbréfi eða vísvitandi rangt í öðrum skjöl- um. En um skaðabótaábyrgð þeirra hafa lögin eng- in ákvæði, fráséð 47. gr. um ábyrgð þeirra manna, er koma fram fyrir hönd erlends félags, sem ekki er lög- lega tilkynt til skrásetningar. Skaðabótaábyrgð stofnend- anna fer því eftir almennum skaðabótareglum. I öðrum hlutafélagalögum er ábyrgð þeirra aftur á móti töluvert strangari en hún mundi vera eftir almennum skaðabóta- reglum, og einmitt í þeirri ábyrgð mun tryggingin gegn

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.