Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 22
16 Tímarit lögíræðinga og hagfræðinga. samninga 8. maí 1917, um ógildi loforðs, er móttakandi bess leggur sviksamlega launung á atriði, er skifta máli um loforðið. En bæði er það efamál, að það ávalt yrði talin sviksamleg launung þó sá, sem tekur við hluta- áskrift, sýndi eigi stofnsamninginn eða skýrði eigi frá öllum ákvæðum hans, og í annan stað er það víst, að dómstólarnir mundu ekki verða eins kröfuharðir um upp- lýsingaskylda loforðsgjafa, eins og þeir mundu vera ef hér væri i lögum ákvæði samsvarandi 30. gr. samninga- laganna. Ef til vill kynni að verða sagt, að ákvæðin um tilkynningar til hlutafélagaskrár bættu nokkuð úr þessu. Til hlutafélagaskrárinnar á að tilkynna flest þau atriði, er mestu varða um félagið, sömu atriðin og greina á í boðsbréfinu. Tilkynningunni á að fylgja eftirrit af stofn- samningnum og fylgiskjölum hans og samþyktir félags- ms. Mætti segja sem svo, að sá sem gerast vildi hluthafi, gæti gengið að þessum upplýsingum öllum hjá lögreglu- stjóra og mætti sjálfum sér um kenna, ef hann gerði það ekki. En þar við er þó þess að gæta, að hlutafélagaskrá- in getur orðið þeim mönnum einum að liði, er gerast hluthafar eftir skrásetninguna. Ilinum, sem gerast það áður, er hún engin vörn. Reglurnar um aðferðina við stofnun félagsins eru því ekki altaf sem tryggilegastar í hlutafélagalögum vorum. Og ef litið er á hitt atriðið, ábyrgð stofnendanna, þá eru ákvæði laganna um hana næsta ófullkomin. í 53. og 54. gr. er að vísu refsing lögð við því, ef stofnendur herma vísvitandi eða af stórkostlegu gáleysi rangt eða vill- andi frá í boðsbréfi eða vísvitandi rangt í öðrum skjöl- um. En um skaðabótaábyrgð þeirra hafa lögin eng- in ákvæði, fráséð 47. gr. um ábyrgð þeirra manna, er koma fram fyrir hönd erlends félags, sem ekki er lög- lega tilkynt til skrásetningar. Skaðabótaábyrgð stofnend- anna fer því eftir almennum skaðabótareglum. I öðrum hlutafélagalögum er ábyrgð þeirra aftur á móti töluvert strangari en hún mundi vera eftir almennum skaðabóta- reglum, og einmitt í þeirri ábyrgð mun tryggingin gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.