Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 32

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 32
Samband norrænna lagamanna. Eins og mörgum íslenskum lagamönnum mun kunn- ugt vera, þá stofnuðu lagamenn í Danmörku, Noregi og Svíaríki laust eftir 1870 til allsherjar félagsskapar með sér. þeir stofnuðu hver í sínu landi sérstaka deild undir stjórn, sem kosin var til 3 ára. Skyldu félagsmenn úr öllum 3 löndunum eiga með sér einn allsherjarfund 3. hvert ár, og fundirnir haldnir á víxl, í höfuðborg hvers lands. Tilgangur þessa félagsskapar var sá, að stofna til sam- eiginlegrar löggjafar í öllum löndunum um þau efni, er tækju til allra landanna og líkt væri ákomið um í þeim öllum. Fyrsti fundurinn var haldinn í Kaupmannahöfn, í ágúst 1872. Síðan voru fundir haldnir 3. hvert ár til skiftis í Stockhólmi, Kristíaníu og Kaupmannahöfn, alt þangað til deilan milli Norðmanna og Svía magnaðist svo, að einsýnt þótti, að til skilnaðar mundi draga. Sam- bandsslitin urðu, eins og kunnugt er, 1905, og fundir voru eigi teknir upp aftur fyr en sumarið 1919. Var sá fundur hinn ellefti í röðinni. Hreyfing þessi færði brátt út kvíarnar. Landsstjórn- irnar tóku sig til og skipuðu nefndir, hver í sínu landi, til undirbúnings ýmsum meiri háttar málum, sem tiltæki- legt þótti að setja um sameiginleg lög. Hefir þegar orð- ið mikill árangur af samtökunum, bæði af fundunum og nefndastörfunum. Allmörg lög mega nú heita samhljóða í löndum þessum. Og allur þom þeiiTa laga hefir síðar verið lögleiddur hér á landi, lítt eða ekki breyttur. Finnar og Islendingar höfðu hvorki tekið þátt í fundahöldunum né nefndastörfunum, enda hvorug þjóð-

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.