Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 48

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 48
42 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. gáfudegi, eins og nú í Svíþjóð, en þessu er breytt í sv. frv. 2. k a p í t u 1 i. pessi kapítuli, sem í d. frv. hefir yfir- skriftina ,,Om Værger“, en sv. fi*v. „Om förmyndare“, er ekki í n. frv. Með hugtakinu „Værge“ er eins og nánar sést á 3. kap. átt við fjárráðamenn gagnstætt handhafa for- eldravalds. Fjárráðamenn eru sumpart lögbornir, sumpart skipaðir. Tala lögborinna fjárráðamanna, þ. e. manna, sem í ákveðinni röð hafa rétt og skyldu til að taka við fjárstjórn ófjárráða manns án yfirvaldsskipunar, ef þeir jppíyha aimenn sknyrði til þess að geta verið fjárráða- menn, er þó miklu takmarkaðri en var eftir D. L. 3—17, en ekki hefir nefndin treyst sér til að sleppa alveg hug- takinu „lögborinn fjárráðamaður“, eins og gert er í ísl. lögræðislögunum. — Lögborinn fjárráðamaður er altaf ýmist f a ð i r eða m ó ð i r. — Faðir er lögborinn fjárráðamaður skilgetinna barna sinna, ef hjónin lifa saman. Sé hann sjálfur ófjárráður eða fjárráðin af honum tekin, er móðirin lögborin til fjárráða, þó aðeins meðan það ástand heldst. — Sé börnunum skift niður milli foreldra, fylgist fjárráð og foreldravald að. — Adoptant er lögborinn fjárráðamaður adoptivbarns. Hafi annað hjóna adopterað bam, koma reglurnar um skilgetin börn til álita. — M ó ð i r er lögborinn fjárráðamaður óskilgetins bams síns, nema faðirinn hafi fengið í hendur foreldra- vald yfir barninu, því þá er hann lögborinn til fjárráða. þótt lögborinn fjámáðamaður sé fyrir hendi, má þó ganga fram hjá honum, ef hinn ófjárráði er kvæntur eða giftur, og skipa maka hans. S k i p a ð i r fjárráðamenn koma þá fyrst til greina, að lögborins njóti eigi við, og er borgaraskylda að taka á móti starfanum. Fjárráðamaður skal vera lögráður, áreiðanlegur mað- ur, sem á fyrir skuldum og álítst að vera starfinu vax-

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.