Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 48
42 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. gáfudegi, eins og nú í Svíþjóð, en þessu er breytt í sv. frv. 2. k a p í t u 1 i. pessi kapítuli, sem í d. frv. hefir yfir- skriftina ,,Om Værger“, en sv. fi*v. „Om förmyndare“, er ekki í n. frv. Með hugtakinu „Værge“ er eins og nánar sést á 3. kap. átt við fjárráðamenn gagnstætt handhafa for- eldravalds. Fjárráðamenn eru sumpart lögbornir, sumpart skipaðir. Tala lögborinna fjárráðamanna, þ. e. manna, sem í ákveðinni röð hafa rétt og skyldu til að taka við fjárstjórn ófjárráða manns án yfirvaldsskipunar, ef þeir jppíyha aimenn sknyrði til þess að geta verið fjárráða- menn, er þó miklu takmarkaðri en var eftir D. L. 3—17, en ekki hefir nefndin treyst sér til að sleppa alveg hug- takinu „lögborinn fjárráðamaður“, eins og gert er í ísl. lögræðislögunum. — Lögborinn fjárráðamaður er altaf ýmist f a ð i r eða m ó ð i r. — Faðir er lögborinn fjárráðamaður skilgetinna barna sinna, ef hjónin lifa saman. Sé hann sjálfur ófjárráður eða fjárráðin af honum tekin, er móðirin lögborin til fjárráða, þó aðeins meðan það ástand heldst. — Sé börnunum skift niður milli foreldra, fylgist fjárráð og foreldravald að. — Adoptant er lögborinn fjárráðamaður adoptivbarns. Hafi annað hjóna adopterað bam, koma reglurnar um skilgetin börn til álita. — M ó ð i r er lögborinn fjárráðamaður óskilgetins bams síns, nema faðirinn hafi fengið í hendur foreldra- vald yfir barninu, því þá er hann lögborinn til fjárráða. þótt lögborinn fjámáðamaður sé fyrir hendi, má þó ganga fram hjá honum, ef hinn ófjárráði er kvæntur eða giftur, og skipa maka hans. S k i p a ð i r fjárráðamenn koma þá fyrst til greina, að lögborins njóti eigi við, og er borgaraskylda að taka á móti starfanum. Fjárráðamaður skal vera lögráður, áreiðanlegur mað- ur, sem á fyrir skuldum og álítst að vera starfinu vax-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.