Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 29
BÚNAÐARRIT.
25
eggjahvítukendum efnum.................. 2,276 80,R
meltanlegt ........................... 2,195 77,9
Til eru tvær1 efnagreiningar á túnsúru frá því um
miðja öldina sem leið, önnur gerð af Way (1849), en
hin af Th. Anderson (1862). í hinni fyrri var sellu-
lósan 37,16 prós. og holdgjafasamböndin aðeins 7,71
prós.; í þeirri síðari voru holdgjafasamböndin 14,39 prós.,
en sellulósunnar er ekki getið. Seinna rannsakaði Nil-
sotr bæði aðaltegundina og afbrigðið r. alpina og komst
að þeirri niðurstöðu, að afbrigðið væri með beztu beiti-
jurtum til fjalla, en fóðurgildi aðaltegundarinnar væri
„vafasamt.". íslenzka súran er fremri sænsku aðalteg-
undinni að þvi er kemur til holdgjafamagns og meltan-
leika, en stendur að þessu leyti afbrigðinu að baki. í
aðalteg. sænsku var holdgjafaefnið 14,37% og meltanleik-
inn 76,7, en 22,89 og 84,4 1 afbrigðinu. Askan er lík
og í sænsku aðalteg., eterextraktin meiri, en sellulósan
aftur minni en i nokkurri af hinum eldri efnagreiningunu
Þegar litið er á efnasamsetninginn eingöngu, er ekki
hægt annað en telja túnsúruna með beztu fóðurjurtum.
15. Tolygonum viviparum L.
Kornsúra (79).
Þessi tegund vex alstaðar á íslandi og í alls konar
iendi. Ilún vex jafnt á melurn og ræktuðum túnum,
ófrjóum, þurum lyngmóum og mýrum og tlóum, hátt
til fjalla og niður við sjó. Á túnum er sumstaðar svo
mikið af henni, að hún er mikill hluti töðunnar. Kalla
menn það „blöðkutöðu" og er hún álitin gott kúafóður
einkum til smjörs, líkt og vallhumalstaða. Kornsúran
getur orðið 20 sm. há og blómgast í júní.
Prófgresið var tekið á Möðruvallaengi 21. ágúst.
Æxlikornin — „vallarJcornið“ var fallið, en blöðin voru
óskemd.
1) Dietricli und König bls. 100.
2) í áður nefndu riti 1893 bls. 155, 163.