Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 295
BÚNAÐARRIT.
291
Yestan við fjörðinn, á móti Huxter, er lítið þorp,
er Sound nefnist. Þar er allmikið af hlynviði 12—14
feta háum, í góðu skjóli, en hann er nú í afturför,
dauðamörk á flestum trjánum, enda ekki vel hirt.
Daginn eftir heimsótti eg bónda, William Hunther
i Straumfirði (Stromefirth). Hann hefir 5 ekrur af
landi. Ber ekki á nema 5. hvert ár. Þriggja ára gras-
rót er plægð um vorið, og sáð þá höfrum, án nokkurs
áburðar. Árið þar á eftir er borið á blettinn og þar sáð
túrnips eða hartöflum, þriðja árið er sáð hófrum og
grasfræi, fjórða árið er grasið slegið og fimta árið er
bletturinn beittur. Byrjar þá sama umferðin aftur úr því.
Á þessu ferðalagi, þó stutt væri, kyntist eg nokkuð
þjóðinni, iandsvenju og landslagi. Mór fanst eg verða
var við sörnu gestrisnina og hér á Jandi, álíka mikla
fátækt og sviþaða þekkingu hjá alþýðu. Hefði málið
verið það sama og hér, hefði eg ekki þurft að vera þar
lengi til þess að finnast eins og eg hefði farið í ókunn-
ugt hérað hér á landi. Að vísu er ýmislegt ólíkt því
sem hór er. Fyrst og fremst landslagið. Á Hjalt.landi
eru engin há fjöll og þar er lítið undirlendi. Þar eru
lágir hálsar og daladrög. Þar eru engin stór vatnsföli,
en lækir eru þar eftir dölunum og graslendi, þó víðast
mjótt, til beggja hliða, þar sem bygðin er, og ofan við
bygðina eru hálsarnir lyngi vaxnir. Aðalgróðurinn á háls-
unum er heitilyng. Það þykir ekki eins gott tii beitar
og graslendið. Þess vegna er það siður sumstaðar, að
brenna lyngið við.og við, eins og hér er gert við sinu;
sprettur þá gras á eftir, er helzt í nokkur ár, þar til þar
fer að gróa iyng á ný. Mór er víðast hvar í heiðar-
iandinu; hann er hafður til eldsneytis á líkan hátt og
hér. Víðast er hann grunnur, B—4 lög.
Sumir stórbændur hafa 2000—3000 ekrur aflandi;
auðvitað er mestur hlutinn af því óræktað. Þeir rækta
talsvert af höfrim, hyggi og rófum og haga sáðskiftum
líkt og eg gat um að gert væri í Maryfield. Aðalat-
19*