Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 284
280
BÚNAÐARRIT.
skrifarann hitti eg, herra James J. Brown. Gaf hann
mér bæði þá og síðar, er eg hitti hann, margar mikils-
verðar skýringar um búnaðinn á Hjaltlandi og gerði
hann sér far um að verða mér að liði.
Sama daginn heimsótti eg herra J. J. Haldane
Burgess M. A., kennara og rithöfund; hafði eg með-
mæli til hans frá dr. J. Jakobsen, eins og áður er um
getið. Burgess tók mér tveim höndum, bæði vegna
meðmælanna og þess, að eg var íslendingur. Hann
hafði engan íslending hitt fyr, en þekti mikið til hér á
landi og þótti vænt um alt norrænt. Eg hafði setið
hjá honum æði-lengi þegar eg tók eftir því, að hann
var blindur, og sagði hana mér þá að hann hefði mist
sjónina áður en hann lauk háskólaprófi, og síðan eru nú
23 ár, en hann er 48 ára gamall. Hann hefir skrifað
margar sögur, þó blindur sé, skrifar með skrifvél, en
óþægilegt hlýtur það að vera, að geta aldrei lesið sjálfur
það sem komið er á pappírinn, en minnið hjálpar hon-
um; hann sagði líka að það hefði skevpst síðan hann
misti sjónina. Hann býr með tveimur systrum sínum,
önnur þeirra les fyrir hann. Leirvíkurbúar sögðu mér,
að Burgess talaði öll tungumál. Eg varð var við að
hann taiaði dönsku ágætlega, og eitt sinn er eg var hjá
honum kom til hans Rússi, er hann var að kenna ensku.
íslenzku skildi Burgess talsvert, en ekki vill hann tala
hana. Systir hans hafði lesið fyrir hann Ríkisréttindi
Islands; hann hafði fengið þau i misgripum fyrir Yöls-
ungasögu, er hann hafði beðið um. Af öðrum bókum
islenzkum sá eg hjá honum Nýjatestamentið og orða-
bækur Hjaltalíns.
Fyrstu dögunum varði eg til að athuga garðyrkju
og jarðrækt Leirvíkurbúa, og þá urðu grjótgarðarnir
fyrstir til að draga að sér athyglina. Það er nærri því
eins mikið um þá í Leirvík eins og í Reykjavík, en
Leirvíkurgarðarnit' eru vandaðri. Þeir bera það með
sér víðast hvar, að þar hafa efnin verið meiri en hér.