Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 186
182
BÚNAÐARRIT.
unum hafa verið smábændur, og þeir hafa átt sæti i
síðustu ráðaneytum.
Það eru þessir bændur, sem kaupa flest hrossin
okkar, sem seld eru til Danmerkur. Áður fyrri fengu
þeir lánaða hesta hjá stærri bændunum, sem þeir unnu
hjá. Húsmennirnir urðu þá að bíða þar til hinir þurftu
ekki að nota þá; með þvi lagi dróst oft að vinna verkið,
og árangur vinnunnar varð því ininni en skyldi.
Þetta sáu þeir, og því fóru þeir sjálfir að eiga
skepnur til vinnu. Fyrst notuðu þeir kýrnar, og enn í
dag eru til smábændur, sem hafa notað — einstaka
sem notar — kýr bæði til að draga vagna og jarðyrkju-
verkfæri. Þeir sáu það brátt, að það var ekki hyggi-
legt, og fóru þá að nota hesta. Sumir keyptu rúss-
neska hesta, aðrir norska og enn aðrir danska; að eins
örfáir héldu fast við kýrnar, og nú er það fágætt að sjá
kúm beitt fyrir æld.
Enginn þorði að kaupa íslenzka hesta, þeir voru svo
litlir. Landið var þó svo iítið og vinnan við ræktun
þess, að dönsku hestarnir voru alt of stórir. Auk þess
voru þeir helzt til dýrir, 700—1000 kr., og sérstaklega
of þurftarfrekir. Rússneskir og norskir hestar reyndust
misjafnt, og þegar stríðið milli Rússa og Japana stóð
yfir, var ómögulegt að fá rússneska hesta. Þörfin óx
fyrir litla og fóðurlétta hesta eftir því sem smábændun-
um fjölgaði, og þegar þeir gátu ekki fengið þá frá Rúss-
landi, fóru þeir að leita fyrir sér og rákust þá á íslenzku
hestana. Áður voru þeir lítið lluttir til Danmerkur, og
þá beitt fyrir létta vagna í bæjunum, og notaðir handa
skólabörnum „heldra fólks“ til að ríða þeim til skólans.
Nú fóru smábændurnir að reyna þá, og þeir reyndust
miklu þurftarminni en rússnesku hestarnir, þolnir, þraut-
seigir, viljugir og það sem mest var um vert, að það
sýndi sig, að þeir gátu gert alla þá vinnu, sem smá-
bóndi, er hafði eigi stærri jörð en 30 dagsláttur, þuríti
að láta vinna. Eftir það fór innflutningur þeirra að auk-