Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 290
286
BÚNAÐARRIT.
bæði úti og inni. Gróðurhús við suðurgafl íbúðarhúss-
ins. Þakið og tvær hliðar þess úr gleri. Þar inni var
fultaf allskonar blómplöntum. Stobie prestur sagði mér,
að bezti kosturinn við íbúðarhúsið væri þetta gróðurhús,
og var þó íbúðarhúsið vandað. Engin hitaleiðsla var í
gróðurhúsinu, en nógur hiti er þar þó á sumrin fyrir
fjölmargar plöntur. í garðinum voru nær 20 tegundir
af matjurtum, alt það sem algengast er hér á landi og
auk þess ertur, laukur og jarðarber. Þar voru þroskuð
himber; yllir var þar og nokkrir fleiri runnar. Þessi
blóm uxu þar á bersvæði: prímúla, papaver, centaurea,
digitalis, polemonium, lychnis, balsamine, aconitim,
aquilegia, geranium, nasturtium, lupinus, saxifraga,
mimulus, tropaeolum, godetia, plúox, polygonatum,
lonicera.
Eg mæltist til þess við herra Brown, skrifara bún-
aðarfélagsins, að hann benti mér á einhvern góðan bónda,
sem eg gæti verið hjá nokkra daga, til þess að kynnast
búnaðarháttum. Benti hann mér á bónda einn yfir á
Brassay, herra Peter F. Manson í Maryfield. Gaf
hann mér meðmæli þangað. Manson er ungur óðals-
bóndi, efnaður vel, áhugamikill um búnaðarmál og dug-
legur. Tók hann mér ágætlega og gerði sér alt far um
að fræða mig um búnaðinn á Hjaltlandi. Land hans
alt er um 800 ekrur; af því eru um 60 ekrur ræktaðar.
Búpeningurinn er 1400 sauðfjár; að lömbum meðtöid-
um, 60 hestar, 25 nautgripir, 30 hænsni og 20
endur. Jarðræktin í Maryfield byggist á sáðskifti og
var því þannig hagað:
1. ár hafrar, enginn áburður þá á góðan jarðveg.
2. — túrnips, kúamykja og tilbúinn áburður.
3. — hafrar og grasfræ, enginn áburður.
4. — slægjuland, stundum tilbúinn áburður.
5. og 6. beitiland.
Þetta sáðskifti útheimtir að minsta kosti tvær plæg-