Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 152
148
BÚNAÐARRIT.
undan. Uppdrátturinn er líkur akurgerðaleifunum á
Garðskaga, sem Árb. Fornlfs. 1903 sínir mind af, með
löngum og mjóum reitum, sem líkjast tröðum heim að
bæ, sem nú eru kallaðar, og virðast þær ieifar benda
til, að sáðlöndin hafi verið lögð í tröð og úr á líkan
hátt og hjer segir. Traðirnar gat akurbóndinn notað
sem beitiland flrir skepnur1 eða sem slægjuland, eí svo
stóð á. Auðvitað hafa þær verið búnar undir sáninguna
með áburði,2 plægingu, og líklega oft með vatnsveitu.
Útsæðið hefur eflaust verið innlent, af því biggi,
sem ræktað var árið áður. í>að hefur sjálfsagt geflst betur
enn útlent bigg, því að það hafði vanist íslensku lofts-
lagi og íslenskum jarðvegi. Tilraunir þær, sem gerðar
vóru hjer á 18. öldinni, síndu og, að það bigg, sem var
ræktað hjer á landi, var arðvænlegast til útsæðis (01.
Olavius, 0kon. reise igennem Island I, formálinn á L.
bls.)3 Sáðmaðurinn hafði með sjer útsæðið í körfu, sem
nefnd var hornkippa (nr. 25 og 28).
Þroskatími biggs er norðan til í Noregi vanalega
um 90 dagar frá sáningu, enn sunnar getur hann í góð-
um sumrum og í hlíjum sveitum, t. d. í þröngum döl-
um, verið talsvert skemri, 8 vikur eða jafnvel minna,
og má þá sá og uppskera tvisvar á sumri (Schúbeler,
Yiridarium Norveg. I 299. og 302.—303. bls.). Hjer í
Reikjavík þroskaðist bigg frá Alten á 98 dögum árið
1883 hjá G. Schierbeck landlækni (s. st. 298. bls.). Inn-
1) í Gaulverjabæjar máldögum, sem áður eru greindir
(sjá nr. 21), stendur, að þeir, sem eigi sambeit upp á völlu, skuli
„hafa í tröð fje sitt upp frá 01afsmessu“.
2) Sbr. áðurgreinda staði úr Frostaþingslögum hinum eldri
og Landslögum Magnúsar lagabætis: „Yetrarmikju alla skal
reiða í tröð, þar sem ómikjað er“.
3) fleimskringla segir frá því í Ólafs sögu helga, að sæði
manna brugðust eitt sumar á Hálogalandi, og að þá hafi verið
erfitt að fá frækorn til útsæðis næsta vor (Hkr. Ólafs s. h. 117.
k. í útg. FJ., II 243. bls.). Þó að sagan sje sögð um Noreg,
virðist vel mega heimfæra hana upp á ísland.