Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 212
208
BÚNAÐARRIT.
Hversvegna ganga menn ekki á röðina á vinnu-
freku en eftirtekjulitlu þúfunum sínum og plægja þær
og herfa?
Eitthvað veldur. Og það er sjálfsagt að athuga,
hvað það er, og reyna að skýra það.
Fáein svör, sem eg hefi heyrt í sveitunum mínum,
hjá dugnaðarmönnum, ætla eg nú að koma með. Vera
má að aðrir geti komið með önnur svör eða fleiri eftir
sinni reynslu. Menn segja:
]. Ef eg risti ofan af, slétta flagið, ber í það og
tyrfi undir eins á eftir, þá hefi eg eignast dálítinn tún-
blett í viðbót, sem bregst ekki, og eg á vísa eftirtekju
af honum samsumars. En ef plægt er, herfað og sáð,
þá verður bletturinn ekki að túni fyrri en eftir nokkur
ár. Það á svo langt í land.
2. Þetta, að skera ofan af, pæla og þekja, það get
eg sjálfur og vinnumenn mínir gert, svona í hjáverkum
og ígripum. Ef plægja skal, herfa og sá, þá vantar svo
margt. Við kunnum ekki sjálfir til þeirrar vinnu, höfum
ekki vana hesta, höfum ekki öll þessi tæki, sem til þarf.
3. Ef það væri óræktarþýfi heima undir bæ hjá
mér, kynni eg að hafa látið plægja það. En þýfið hérna
er sæmilega grasgefið, þótt það sé seinslegið, og eg get
ekki fengið af mér að rifa það sundur.
4. Það er of dýrt. Fyrst er öll vinnan, svo koma
hafrar, ef til vill rófufræ og loksins þetta dýra grasfræ.
Þetta verður alt að borga með peningum út i hönd, og
það getum við ekki. Og svo líða nokkur ár áður en
ílagið verður að túni.
Þetta og því um likt segja margir bændur. En því
má aftur svara þannig:
1. Það eru ekki þaksléttur oinar, sem menn eiga
vísa eftirtekju af fyrsta sumarið. Eftirtekjan er eins vís
af sáðsléttu. Þýfið er oftast plægt á haustin. Sumarið
eftir, fyrsta sumarið, fást 10—20 hestar af hafragrnsi af
dagsláttunni, ef sæmilega hefir verið unnið og borið á.