Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 54
50
BÚNAÐARRIT.
loftslagið og ávstíðaskiftin. Hún hefir fyrir löngu síðan
sætt sig við, að hafa skán til eldsneytis í staðinn fyrir
hrís og við beljandi storminn, sem sí og æ næðir um
bæina, og sömuleiðis við landið í kring um þá, ýmist
grasi vaxið eða gróðurlaust. Það getur engan blæ borið
af árstíðunum, svo teljandi sé; þær taka við hver af
annari svo, að þess gætir eigi, að þær skiftist á.
Öðruvísi er því farið, þar sem skógarnir eru ekki
dottnir úr sögunni; þar er náttúran auðugri af því, sem
hrifið getur hugann og augað. Þegar sólin fer aftur að
koma i krafti sínum, þá kemur vorblærinn með ílminn
af birkibruminu, sem er að springa út; skógurinn út-
sprunginn með sínu þétta, blaktandi iaufskrúði og blóm-
auði sínum og fuglasöng, er lifandi mynd af sumrinu, og
seinna má sjá það á hinum fjölbreyttu litum skógarlaufs-
ins og finna það á ilminum af fölnandi blöðunum, að
haustið er komið.
En svo sljó sem tilfinningin fyrir þessu er orðin hjá
almenningi, þá hygg eg þó, að þeir hinir tiltölulega fáu,
sem þekkja landið í kring um Hallormsstað, Háls og
Vagla til hlítar og mörg þau svæði önnur, sem eiga
kjarri og skógi mestmegnis fegurð sína að þakka, mundu
finna til eins konar trega, ef þeir ættu að sjá á bak
skógunum sínum. Hvað væri þá eftir, ef skógurinn félli?
AUsendis ekkert nema berar og blásnar fjallshliðar.
Munurinn á þeim auðnum og skógunum sést svo
mætavel hjá Hálsi, og það skal eg ábyrgjast, að sá, sem
ferðast þangað í þeim tilgangi einum, að sjá þetta tvent
svo ólíkt, og er bær um að skilja, hvað þar hefir gerst,
mun eigi gleyma því svo brátt, sem þar ber fyrir augu
hans. Eg sagði, hvað þar hefir gerst, og — hvað þar
er að gerast; ekki má gleyma að bæta því við, því að
enn í dag er uppblásturinn að aukast og eyða skóginum;
ár frá ári nemur hann hverja spilduna af annari af skóg-
stöðinni. Með norðurjaðri skógarins er 10 álna breitt