Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 188
184
BÚNAÐARRIT.
í þessu efni, því ekki gefa þeir betur fyrir hrossin, sem
send eru til Danmerkur, nema þeir fái þar betra verð
fyrir þau en á Englandi.
Fyrir hross, sem send hafa verið út, hefir fengist
að meðaltali:
Sond til X)anmevkur Send til Englands
Árið 1896 kr. 59,37 kr. 48,50
— 1897 73,55 — 49,35
— 1898 — 68,86 52,03
— 1899 -— 63,26 — 52,89
— 1900 — 74,44 — 55,43
— 1901 — 81,24 — 56,63
— 1902 — 75,37 — 56,57
— 1903 — 69,72 — 44,08
— 1904 — 59,72 — 59,55
— 1905 — 71,15 — 58,58
— 1906 — 67,54 — 59,71
— 1907 — 72,80 — 55,46
Síðan reynsla fékst fyrir því, að íslenzku hestarnir
fullnægðu þörfum smábændanna, hafa Danir gert ýmis-
legt til að tryggja sér að fá íslenzka hesta og til aðút-
breiða þekkingu á þeim meðal bænda.
Islenzkir hestar voru sýndir í fyrsta skifti í Dan-
mörku, þegar Guðjón sál. Guðmundsson sá um sýningu
þeirra. Það var á almennri sýningu, er haldin var i
Kaupmannahöfn sumarið 1905. Búnaðarfélag íslands
og Atlantseyjafélagið gengust fyrir, að þeir voru sýndir.
Þar voru sýndir úrvalshestar, er Guðjón sál. sjálfur hafði
valið. Eftir sýninguna voru þeir seldir við opinbert upp-
boð og seldust allvel. Eg hefi talað við marga af þeim,
er keyptu hesta þar, og eru þeir allir ánægðir með þá.
1907 var sýning á ungviði í Herning á Jótlandi. Þar
voru íslenzkir hestar einnig sýndir, og heitin verðlaun
þeim, er beztir væri. Það var einnig Atlantseyjafélagið
sem gekst fyrir því og lagði fé fram til verðlauna.
Það fékk N. I. Nielsen, forstöðumann húsmannaskólans