Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 150
146
BÚNAÐARRIT.
staklega þar sem hiti var í jörðu,* 1 því að þá kemur
það fir upp að vorinu, og þroskunartíminn verður rimri.
Með öðru móti er varla líklegt að bigg hafi verið orðið
þroskað á Reikhólum snemma i ágústmánuði. Schúbe-
ler segir, að vetrarbiggi sje eftir reinslunni í Noregi hætt
við að deija út, ef rosar ganga snemma vetrar, ímist
frost eða þíður, því að það þoli ekki hitabreitingar jarð-
vegsins, enn haldi sjer vel, ef snjó leggi á frosna jörð
og taki ekki upp um veturinn. Samt munu menn á
flestum stöðum hafa sáð að vorinu, enn líklega ekki
mjög snemma vors.2 3 *
Líkur eru til, að menn hafi ekki altaf sáð í alt ak-
urlandið, heldur látið nokkuð af því hvíla sig, eða, sem
menn sögðu, lagt part af akrinum í tröð. í Frostaþings-
lögum hinum norsku er það lögboðið að leggja fjórðung
akursins í tröð árlega og jafnframt leift að „leggja fjórð-
ung úr tröð með rúg“ (þ. e. taka til ræktunar einn
fjórðung akurlandsins, sem áður lá í tröð, og sá í hann
rúgi).8 Þetta er svipað þeirri ræktunaraðferð, sem Þjóð-
verjar kalla „vierfelderbau" og Danir „firevangsbrug" (þ.
sem Guðmundur landlæknir Björnsson hefuir eftir Gruðmundi
bónda á Hraunum Davíðssini. Sumarið 1909 lá vetrarsnjór þar
enn á túninu 9. júní, enn 5. júli var birjað að slá túnið ot 23.
júli var túnið alhirt. Daginn eftir fjekk landlæknir þar alþrosk-
uð aðalbláber, Líkt mun vera ástatt að Kollsá i Grrunnavík, þar
sem sáðlandsleifar hafa fundist, Á þvilikum stöðum er líklegt
að vetrarbigg hafi þróast. Til samanburðar má geta þess, að í
Alten, þar sem bigg vex norðast í Noregi, á 70. mælistigi norðl.
breiddar, hækkar biggið stundum i góðum sumrum um 2V2 þnml-
ung á sólarhring (Schiibeler, Viridarium Norv. I 299. bls.).
1) Hinir mörgu bæir, sem heita Laugaland, eru ekki
taldir hjer að framan meðal þeirra örnefna, sem bera vott um
kornirkju, og hefði þó vel mátt taka þá með.
2) Sbr. Hávamál 88. er.: Akri ársánum | trúi engi maðr \
né til 8nimma syni. | Veðr ræðr akri, | en vit syni. Hætt er
þeirra hvárt.
3) Frostaþingslög eldri XIII 1. k. sbr. Landslög Magnúsar
lagabætis VII 9. k. (N. g. L. I 240. og II 110. bls.).