Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 169
BÚNAÐARRIT.
165
prestur Ólafsson, var staddur í GörSum hjá Þórði presti
Ólafssini ásamt fleiri mönnum. Þegar þeir ætluðu að
ríða, skall á skúr, enn hún stóð ekki lengur enn svo,
segir Jón, „að ein hálftunna (af öli) var drukkin út af
30 mönnum", meðan þeir biðu af sjer skúrina, „og
stóð aldrei á henni haninn"^).1 Meðan kornirkjan hjelst,
virðist ölið hafa verið sama firir almenning, sem kaffið
er nú, að minsta kosti í kornsveitunum, og ekki hefur
það verið sparað í Görðum.
Stundum er þess getið, að sJcjaðak hafi komið í öl-
ið, sem gerði það ódrekkandi (Bisk. I 64. og 340. sbr.
316. bls.),- og er það sama orðið og skjak (eða skjeak) í
norsku, sem er haft um illgresistegund eitraða, er vex
í ökrum (— lolium temulentum). Fræ þessarar plöntu
blandast oft við kornið í uppskerunni, og veldur það
korn svima og uppsölu, hvort sem það er haft til matar
eða til öigerðar. í Noregi er óholt öl, sem veldur svima
og veigju, kallað skjæks el (sbr. Bisk. I 340. bls.).
Plantan hefur þó hvergi fundist hjer á landi, og er því
varla líklegt, að hún hafl vaxið í íslenskum öluum.
Líka benda þeir staðir í íslenskum ritum, þar sem skjað-
ak kemur flrir, helst til þess, að orðið tákni hjer ein-
hvers konar ólieilnæma flerð, sem kemur í ölið við öl-
hituna, enn ekki neina plöntutegund.
Jeg þikist þá hafa sint og sannað, að kornirkja
feðra vorra var eigi að eins til gamans, heldur og til
mikils gagns. Gott búsílag mundi það þikja nú í Görð-
um á Álftanesi, að fá afjörðinni ifir 60 tunnur af korni
á hverju ári. Og líklega hefur uppskeran ekki verið
minni á Bessastöðum eða áÚtskálum. Akurgirðingarn-
ar á Útskálum sjást enn, og er hægðarleikur að mæla
akurlandið og reikna út, hve mikið það hefur geflð af
1) Safn t. s. ísl. I 66. bls, Ein hálftunna var þá — tæpir
38 pottar danskir.