Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 76
72
BÚNAÐARRIT.
Sýningar á búpeningi voru haldnar þetta ár 20
alls, auk héraðssýningarinnar í Þjórsártúni, er áður er
nefnd. Sýningarnar voru 3 í Árnessýslu, 4 í Borgar-
fjarðarsýslu, 1 í Dalasýslu, 1 í Strandasýslu, 1 í Húna-
vatnssýslu (Yindhælishreppi), 2 í Skagafjarðarsýslu (Hóla-
hreppi og Hofshreppi) og 8 innan Búnaðarsambands Aust-
uriands. Eg var á 9 af þessum hreppasýningum, og er
þeirra áður getið. Stutt skýrsla um þessar sýningar er
prentuð í „frey“ (VI, 11. bls. 121—126)
Nautgripafélögin voru 15, er nutu styrks frá
Landsbúnaðarfélaginu þetta ár, með nálægt 1600 kýr
samtals. Féiögin eru 1 í Yestur Skaftafellsýslu, 2 í Rang-
árvallasýslu, 2 í Árnessýslu, 1 í Kjósarsýslu, 1 í Dala-
sýslu, 1 í Barðastrandarsýslu, 1 í Húnavatnssýslu, 1 í
Skagafjarðarsýslu, 2 í Eyjafjarðarsýslu, 1 í Suður-Þing-
eyjarsýslu og 2 á Fijótsdalshéraði.
Eftirlitslcensla fyrir eftirlitsmenn nautgripafélaganna
fór fram 1. nóv. til 15. des. Kensluskeiðið sóttu 7 menn.
Kendi eg þar bæði verklegt og bóklegt, er nemur 21—24
stundum á viku.
Sauðflárkynbótabúin eru nú 7 á öllu iandinu.
Landsbúnaðarfélagið styrkir hvert þeirra með 200 kr. á
ári gegn því, að þau fái 100 kr. annarstaðar frá. Búin
eru á Breiðabólsstað í Borgarfjarðarsýslu, Grímsstöðum í
Mýrasýslu, Tindi í Strandasýslu, Auðunarstöðum í Vest-
ur-Húnavatnssýslu, Nautabúi í Skagafjarðarsýslu, Einars-
stöðum í Suður-Þingeyjarsýslu og Hreiðarsstöðum í Norð-
ur-Múlasýslu.
Hrossakynbótabúin eru ekki nema tvö: „Hrossa-
ræktarfélag Austur-Landeyinga" og hrossakynbótabúið í
Vallanesi í Skagafirði. Hrossaræktarfélag Húnvetninga
lagðist niður eða starfaði ekki svo, að það gæti fengið
styrk þetta ár.
Síðast á árinu hafa verið stofnuð 2 nautgripafélög í
Árnessýsiu, annað á Skeiðunum og hitt í Biskupstungum.