Búnaðarrit - 01.01.1910, Blaðsíða 155
BÚNAÐARRIT.
151
uð úr því, því að annars mundu allar áliktanir, sem af
því væri leiddar, sveima í lausu lofti.
Kornmál eða (lagarmál) og vog stóð hjá forfeðrum
^orum í nánu sambandi hvort við annað, líkt og hjá
öðrum þjóðum. Undirstaða beggja og frumeining er
mörkin, vegin mörk vogarinnar og mæld mörk kora-
málsins.
Frá alda öðli hafa íslendingar talið 20 merkur,
vegnar eða mœldar, í fjbrðungi, hvort sem hann var
veginn eða mældur, og telja enn í dag. Flestum hættir
því til að halda, að þessar einingar vogar og máls hafi
komið til vor að öllu óbreittar ofan úr landnámstíð.
Enn svo er ekki. Tilskipun um verslunartaxtann frá
16. desember 1619 leiðir hjer í lög danska vog og lag-
armál, ákveður, að fjórðungur veginn skuli vera 10
dönsk skálapund (og mörkin þá */2 skálapund) og að
lagartunna skuli vera 120 danskir pottar. Auðsjeð er,
að hjer er um breiting að ræða á fornri íslenskri vog
•og máli.
Að þvi er vegna mörk ísleuska snertir, vit.um
vjer og, að hún var talsvert minni enn */2 danskt (skála-)
pund. Forníslensk mörk var frá alda öðli jöfn norskri,
og um norska mörk vitum vjer, að hún var sem næst
216 grömm frönsk.1 Það hefur sannast af fornum met-
tm, sem fundist hafa, og af vog mótaðra peninga o. fl.
Einn fjórðungur veginn (20 merkur) var því 4,32
kílógrðmm, og ein íslensk vætt eða 8 fjórðungar
34,56 kílógrömm. Allar þessar vogareiningar, mörkin,
fjórðungurinn og vættin, vóru því hjá forfeðrum vorum
tæpum einum sjöunda parti Ijettari, enn vjer teljum nú.
A-f þeim eru fjórðungurinn og vættin einkennilegar flrir
1) C. J. Sehive og Bredo Morgenstjeme, sem hafa ritað
uianna best um poningasláttu í Noregi, telja mörkina 216,8 grömm,
enn Fr. Macody Lund 216,627 grömm, og læt jeg ósagt hvort
rjettara er, enn fer bil beggja.